Færsluflokkur: Bloggar

Fórnarkostnaður. Hvað þýðir það?

Algeng villa í íslensku máli er að fólk kann ekki að fara með orðið fórnarkostnað. Þingmenn, fréttamenn og jafnvel hin heilaga íslenska orðabókin fara rangt með – þar segir: „þau verðmæti sem þarf að fórna til að koma e-u í framkvæmd“ (rétt að hluta en ekki alveg).

Ef allir hafa rangt fyrir sér, þá er það samt ekki rétt!

Á ensku er það „opportunity cost“, það mætti bein þýða það tækifæriskostnaður – en það orð er ekki til. Opportunity cost þýðir fórnarkostnaður.

Þetta orð er nánast það fyrsta sem menn læra í viðskiptafræði. Wikipedia útskýrir þetta rétt og vel:

Fórnarkostnaður er hagfræðilegt hugtak sem vísar til andvirði næst besta valmöguleika sem stóð til boða þegar tiltekin ákvörðun er tekin. Við allar ákvarðanatökur þarf að vega og meta hvern valmöguleika og taka ákvörðun. Eftir því sem meira er í húfi, til að mynda ef fyrirtæki þarf að taka ákvörðun um hvaða vörur eigi að framleiða, því flóknari verða slíkir útreikningar. Fórnarkostnaður er þannig lykilhugtak þegar kemur að úrlausn mála vegna skorts og nýtni efna. Annað dæmi sem hægt er að gefa er fórnarkostnaður þess að fara í vikufrí frá vinnu. Fórnarkostnaðurinn í því tilviki er þá vinnutapið (http://is.wikipedia.org/wiki/F%C3%B3rnarkostna%C3%B0ur einnig er þessu gerð góð skil á ensku: http://en.wikipedia.org/wiki/Opportunity_cost ).

Jæja góðir og slæmir hálsar þá hafið þið það. Minn fórnarkostnaður við þessa grein er að ég hefði getað skrifað um eitthvað annað, vafrað um netið, horft á sjónvarpið eða bara hvað sem er annað. Ekki rafmagnið sem fór í að halda tölvunni gangandi eins og flestir þing- og fréttamenni túlka fórnarkostnað.

Við þau tilefni sem fólk notar orðið má yfirleitt segja „fórn“ eða „kostnaður“. Óþarfi er að þykjast klárari en maður er. Notum orð sem við skiljum sjálf. Annað er kjánalegt.

Hinn fórnfúsi,
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


Sannleiks píramídinn

Í fræðum neytendahegðunar má finna píramída sem kallast: ‚Communicatons effects pyramid‘. Hef haft mikið dálæti á honum og finnst hann lýsa nokkuð vel hegðun neytenda frá því að hann verður meðvitaður um vöru, líkar vel við, hefur dálæti á, prufar og loks festir kaup.

communicatonseffectspyramid

En ég hef komið með mitt eigið útspila á þessum píramída sem ég kalla: ,Sannleiks píramídann‘. Hann er í eðli sínu eins og neytendahegðunar píramídinn en fjallar þess í stað um sannleiksgildi hugsana og orða okkar.

sannleikspiramidinn

Þegar einhver segir: „ég hef heyrt,“ þá er hann eingöngu að apa beint upp eftir öðrum og hefur lítið kynnt sér málið. Sannleikurinn á bakvið slíkt blaður er oftast lítill, þó að sjálfsögðu ekki hægt að útloka að eitthvert sannleikskorn liggi þar.

Þegar einhver segir: „ég held,“ þá hefur viðkomandi kynnt sér málið lítillega en skoðunin engan vegin fullmótuð. Líklegast má finna mikla galla á málflutninga þar sem viðkomandi talar í þessum tón.

Þegar einhver segir: „mér finnst,“ þá einkennist sú skoðun oft af fordómum og eigin hagmunum. Og lýsir oftast eingöngu skoðun og sannleikurinn jafnvel langt frá.

Þegar einhver segir: „ég trúi,“ þá lýsir það hvernig viðkomandi vill að sannleikurinn sé frekar en hver hann raunverulega sé.

Þegar einhver segir: „ég er sannfærður,“ þá út frá öllum mögulegum upplýsingum sem ég hef aðgang að þá er þetta sannleikurinn, en það er ekki algilt að svo sé og  svo menn þurfa að hafa varann á.

Þegar einhver segir: „þetta er sannleikurinn,“ þá er búið að taka af allan vafa. En það er furðu fátítt að menn tali sannleikann – þó að vísu að þeir haldi það stundum.

Ég er sannfærður um að við tölum/hugsum með þessum hætti. Þó þarf fólk mis mikið af þekkingu/upplýsingum/fróðleik til að fara upp píramídann. Sumir hafa heyrt einhverja frétt og þá eru þeir sannfærðir um að heilagan sannleika sé um að ræða. En aðrir þurfa að kynna sér málið mun betur áður en þeir fara í slíkar ályktanir.

Þegar Dr. Martin Luther King sagði: „I have a dream ...,“ þá í besta falli trúði hann því að allir gætu lifað í sátt og samlyndi, en hann var ekki sannfærðu.

Áhugavert að hlusta á fólk og eigin hugsanir og staðsetja það á sannleiks píramídanum góða.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


Scene for next Klovn movie

Frank og Casper hafa gefið mér svo mikið með sínum skemmtilegu uppátækjum. Hérna er smá gjöf til baka; atriðið fyrir næstu kvikmynd þeirra. Þar sem minn skilningur í dönsku takmarkast við ‚jeg‘ og ‚og‘ mun ég hafa textann á ensku svo þeir skilji hann:

IN A PUPLIC PLACE – DAY TIME

FRANK, CASPER and a little baby are together (FRANK‘S newborn).

The baby does its diaper, and FRANK does a good job changing him. But it is a ‘green’ diaper and can’t been thrown away – needs to be washed in a washing machine.

While FRANK is driving home:

CASPER(smelling the air and grimacing is face)

What that awful smell!!? 

FRANK (concentrated on driving)

Probably the diaper in the bag.

CASPER opens the bag and sees the whole glory. 

CASPER (almost puking)

What are you doing with a poop in a bag? 

FRANK (apologetically)

It is for the environment, and Mia wants it.

CASPER

I am throwing this out!

FRANK

No, Mia will go crazy – and this is very expensive diaper. 

CASPER shaking is head and holding his nose. 

FRANK keeps on driving and sees a speedy car passes them by and the driver throws a cigarette out the window.

FRANK

I hate when people use the streets as an ashtray! 

CASPER (sneaky)

Drive next to the car; at the next red light! I am going to give him a lesson. 

Driving the speedy car is muscle numb head. FRANK drives next to the car, CASPER opens the window and throws out the dirty diaper – right inside the car and poops goes all over the place! 

CAPSER (excited)

Drive – drive! 

Afterward the two friends have a big laugh. 

SAME DAY AT A BAR – NIGHT TIME 

FRANK and CASPER are at a bar. CASPER goes to the toilet. The muscle numb head (speedy driver) sees FRANK standing alone, he grabs FRANK by the neck. 

THE MUSCLE NUMB HEAD (very angry)

You are the motherfucker that threw poop at me today! Kneel and say you are sorry! 

FRANK (afraid)

Uhh…, well … it wasn´t me … 

THE MUSCLE NUMB HEAD (even more angry)

I saw you fuckface! Fuckface! Now kneel and say you are sorry!

FRANK kneels down, and when he is about to say sorry, CASPER arrives and knocks THE MUSCLE NUMB HEAD out with one punch. The unconscious body tips over a table and spilling drinks for five beautiful ladies. 

CASPER (proudly)

Sorry ladies, may we buy drinks for you lovely ladies?

CASPER escorts the ladies to the bar, while staff starts to clean up the mess, and FRANK follows. CASPER orders cocktails for everyone, walks away with the ladies – while FRANK ends up with the bill.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


mbl.is Ferrell Frank, Clooney Casper
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Bandaríkin: lönd hinna "frjálsu"

Buffett fjölskyldan fylgdi þeirri stefnu: að afla meira tekna heldur en þeirra útgjöld nema, s.s. vera í eitthverjum plús eftir hvern dag, mánuðu eða ár. Einnig vildu þau aldrei skulda nokkra krónur (eða dollar). Þessa hugmyndafræði hefur alið af sér einn ríkast mann í heimi: Warren Buffett (eða Valli hlaðborð eins og hann er kallaður í góðra vina hópi).

En þetta er ekki bara mikilvægt ef þú vilt verða ríkur, heldur einnig mikilvægt ef þú vilt verða frjáls!Allt fólk sem hefur virkar heilafrumur áttar sig á því að þræll sem nörvaður niður vinnur verr og er líklegri til  að vera með leiðindi, heldur heldur en þræll sem heldur að hann sé frjáls

Fólk sem hefur völd vill ráðskast með lýðinn að eigin vild og nennir ekki neinum leiðindum við þá iðju. Til þess eru eflaust til nokkrar leiðir en ein leið hefur hlotið töluverða vinsælda meðal valdsjúkra og spilltra Vesturlandabúa: það er að skuldsetja almúgann.

Til að skuldsetja verðandi þræla eru til ýmsar leiðir: á Íslandi tekur fólk lán fyrir húsnæði. Lóðir eru seldar dýrum dómum (þó svo skortur á landsvæði sé ekki landlægur vandi hér á landi), tollar, skattar eru settur á byggingarefni, svo eru menn skattlagðir bak og fyrir við alla vinnu sem þeir leggja í bygginguna. Allt þetta skilar sér í háu markaðsvirð fasteignar. Svo er lántakandi verðlaunaður af stjórnvöldum fyrir að falla í þá gryfju að taka lán; borga vexti, verðbólgu og vaxtavextir með fyrirbæri sem kallast vaxtabætur  (sem kalla má sönnunargagn eitt í mínum rökfærslum).

Í Bandaríkjum notast þeir bæði við belti og axlarbönd; allir sem vilja fá mannsæmndi vinnu þurfa að ganga menntaveginn  og við þá göngu safnast skuldirnar og verða miklar birgðir fyrir ungt fólk sem er að hefja starfsferill, byrja ferilinn í miklum mínus.

Einnig má áætla að hinn ástsæli forsetir George Bush hafi eitthvað lært af Íslendingum og hóf hann átak í því að láta íbúa hinu frjálsu Ameríku „eignast“ eigið húsnæði.

Ég bý í 50 fermetra húsnæði, slíkt kofahreysi hef ég aldrei séð bregða fyrir í þáttum eða kvikmyndum  sem Hollywood hefur fært okkur – nema í gömlum myndum. Af hverju Hollywood tekur þátt í plottinu er mér hulin ráðgáta, en eingöngu mega fallegar íbúðir sjást í imbakassanum, þó svo að íbúarnir séu algjörir þöngulhausar í þættinum eða kvikmyndinni (þetta má kalla samsæriskenningu eitt í mínum rökfærslum).

Ekki nóg með það að auðveldara er að stjórnast með skuldsett fólk, heldur einnig eykur það bilið á milli ríkra og fátækra; hinir fátæku borga vexti og hinir ríku fá vexti fyrir sína fjármuni og peningarnir fara að vinna fyrir þá ríku og gegn þeim fátæku.

Mitt áramótaheit er að verða frjáls; skuldlaus, og ég hvet alla (ykkur tvö) sem lesa þetta að gera hið sama.

Guð blessi Ísland.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík
mbl.is Fátæktin er smánarblettur á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímaþjófur er fjöldamorðingi

Það sem er svo hræðilegt við morð er að einstaklingur deyr fyrr en eðlilegt er. Til dæmis fórnarlamb sem er myrt 40 ára gamalt er rænt næstu 40 árum á ævinni (ef við gefum okkur að væntur lífaldur sé 80 ár). Ástvinir eru rændir góðum stundum með viðkomandi, samfélagið er rænt vinnuframlagi hans o.s.frv.  Sem sagt það slæma við morð, fyrir utan að sjálfsögðu mannvonskuna sjálfa, er sá tími er rændur frá einstaklingnum.

En til að ræna tíma þarf ekki endilega að myrða manneskju. Leiðinlegar kvikmyndir af rænt ómældum tíma af mannkyninu. Það er til leikur á Facebook sem heitir Farmville sem er með 60 milljón notendur, 22 milljónir spila að minnsta kosti einu sinni leikinn á hverjum degi (tölur frá sl. febrúar, líklega bara bætt í síðan þá). Ef þær 22 milljónir verja (eða eyða) hálfri klukkustund á hverjum degi eru það 11 milljón klukkustundir á dag.

Ef við höldum okkur við væntan meðalaldur upp á 80 ár, sem er vel í lagt en við skulum vera bjartsýn, þá spannar mannsævin rúmlega 700.000 klukkustundir.

Ég hef ekki spilað Farmville og get ekki dæmt um hvort um hreina tímaeyðslu sé að ræða eða mikla skemmtun, og aukin samskipti milli vina.  En ef um tímaþjóf sé að ræða þá: er eingöngu Framville sem tímaþjófur að ræna (myrða) um það bil 16 einstaklinga heila mannsævinni á degi hverjum.

Lifið heil.

Sigþór Björgvinsson.


Lífið er saltfiskur

Heima hjá ömmu og afa var uppstoppað ýsuflak á veggnum og undir því stóð: „lífið er saltfiskur,“ ég ungur að árum velti því mikið fyrir mér hvað þetta þýddi nú eiginlega. Hvernig getur lífið verið saltfiskur? Þau svör sem ég fékk frá ömmu og afa þóknuðust mér ekki, eitthvað um að saltfiskur hefur komið Íslandi úr sárafátækt.

Enn þann dag í dag er ég ekki sannfærður um að lífið sé saltfiskur en það eru til nokkur þungavigtar hugtök sem geta skilgreint lífið og tilgang þess: hamingjan, að vera meðvitaður um langanir og nýjast hugtakið í mínum huga – samningatækni. Þessi listi er engan veginn tæmandi og munum við mannfólkið stanslaust  reyna að bæta við þennan lista og finna hinn raunverulega tilgang lífsins. En af hverju er samningatækni svona mikilvæg? Því allt í lífinu snýr að samningatækni. Hvernig við útdeilum auðlindum jarðarinnar milli manna og dýra er ekkert nema samningatækni. Vond hlutskipti Afríku mætti kannski rekja við slæmra samninga við Evrópubúa á fyrri öldum?

Mont

Afbrýðisemi er algengur fylgifiskur ef einhver segir frá eigin afrekum eða sé ánægður með eigið ágæti; sá hinn sami er yfirleitt talinn montinn. Það að segja sannleikanum um sjálfan getur talist dónalegt ef sannleikurinn er um eigið ágæti.

Afbrýðisemi er orðinn leiðinlegur kvilli sem fylgir íslensku þjóðinni (eða mannkyninu ef því er að skipta). Stundum á það sér eðlilegar skýringar, eins og þegar sumir fæðast með silfurskeið í rassinum og aðrir fæðast naktir, sárþjáðir og sárafátækir; og eru þannig allt sitt líf. Auðnum er nefnilega sjaldnast deilt niður á sem sanngjarnasta máta – að fólk fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sanngjörn tækifæri til að nýta hæfni sína er sjaldséð. Ef einhver er ósáttur í vinnunni sinni getur hann hugsað að ábyggilega 100.000 Indverjar gætu unnið vinnuna hans betur og gæfu hiklaust aleiguna fyrir slíkt tækifæri.

Í nútímanum þarf einn bónda þar sem í gamla daga þurfti 1000 til að framleiða sama magn af mat (að sjálfsögu ekki heilög tala en er samt örugglega nokkuð nálægt því). Í því samhegni má spyrja sig hvaða eru hinir 999 að gera í stað þess að framleiða mat eins og áður – mannkynið ætti þá að þurfa að vinna 1000 sinnum minna í dag en áður og enginn ætti að verða svangur, en svo er ekki raunin. Það þarf engan heilaskurðlæknir til að sjá að sú (tækni)þróun sem mannkynið hefur gengið í gegnum er ekki að skila sér að fullu til einstaklinga. Eingöngu lítið brot af þeirri þróun er kominn í daglegt líf almúgans.

Var að lesa bókina Bréf til Láru eftir Þorberg Þórðarson frá 1924 og það kom mér verulega á óvart hversu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi, mun minna en ég hefur áður haldið. Hin mannlega vera hefur ekkert þróast á þessum 86 árum – aðeins tæknin. Eins og áður þá er alltaf verið að níðast á litla manninum, spilling og klíkuskapur er samur við sig.

Að lokum, ætla ég að verða svo djarfur og monta mig. Birta tvær myndir; af þeim augnablikum á undanförnum dögum sem ég er hvað stoltastur um eigið ágæti.

Montblog1

Montblog2Þær sýna báðar upphaf og endalok, og von um sanngjörn tækifæri – og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur að svo verði.

 Mont kveðjur,Sigþór Björgvinsson, Reykjavík

Hetjur

Orðið hetja er skilgreint í orðabók; kappi eða hraustmenni. Þannig er það oft notað um íþróttamenn og í sjálfum sér ekkert rangt við það. En það að vera hetja finnst mér vera eitthvað annað, frekar einstaklingur sem fórnar sér fyrir göfugan málstað, eða fórni eigin hagsmunum fyrir velferð annarra.

Því samkvæmt mínum skilgreiningum getur einstaklingur ekki verði hetja fyrir það eitt að vera til dæmis fótboltamaður, þó fótboltamaður geti vissulega verið hetja liðsins eða jafnvel þjóðhetja þegar árangur er góður á HM – eða hetja fyrir önnur afrek. En hann getur aldrei verið knattspyrnuhetja því það í sjálfum sér er nákvæmlega ekkert hetjulegt, að vera fullorðinn maður í tuðrusparki og drengjaleik, - og fá jafnvel milljónir eða milljarða í laun er ekkert hetjulegt.

Náungi að nafni Bradford kom fram með kapítalíska kenningu um eðlileg laun: „Fótboltamaðurinn þjónar fleiri en til dæmis hjúkrunarfræðingurinn og ætti því að fá hærri laun eftir því.“ Skemmtileg kenning en það er eitt mjög alvarlega rangt við hana, og allan kapítalisma ef því er að skipta; hvað með mikilvægi starfs?

Eftir að hafa fylgst með kærustunni ganga í gegnum fæðingu, gerir maður sér betur grein fyrir því hvað hetjur eru. Í minni raun eru mæður, ljósmæður, læknar og hjúkrunarfræðingar hetjur. Starfsfólk spítalans eru svo mikið gæðablóð, og þori að fullyrða að þar sé ekki mannfólk á ferð heldur englar í dulargervi; þar sem þeirra dagsverk eru hetjuverk. Mæður eru hetjur því þeirra verk eru göfug og hugsa þær ósjaldan um velverð annarra umfram eigin.


Ó-heilbrigð samkeppni

Það sem er gott við samkeppni er aðhald. Aðhald að menn séu á tánum og stöðugt að gera betur og betur, læra meira og meira, þróa og uppgötva.

En er samkeppni góð í öllum tilvikum? Dýru verði keypt? Eða jafnvel slæm?

Ef við útilokum verðsamráð, spillingu og önnur hugguleg heiti. Það má nefna fleiri þætti sem rökstuðning gegn samkeppni. Tökum farsímamarkaðinn sem dæmi. Hér á land starfar fjögur farsímafyrirtæki: Nova, Síminn, Tal og Vodafone. Í Bretlandi eru þau einu fleiri (O2, Orange, Hutchison 3G, T-Mobile og Vodafone). Á Íslandi bjuggu 317.630, þann 1. janúar 2010, og í Bretlandi 61.284.806 í júlí 2010. Hjá þessum fjórum íslensku fyrirtækjum eru 4 forstjórar á forstjóralaunum, 4x(framkvæmdastjórn, markaðsdeild, og allskonar yfirmenn, undirmenn og undirgefnir menn).Öll stærðarhagkvæmi eyðist út. Póst- og fjarskiptastofnun, og samkeppniseftirlit fylgjast grandlega með að allt fara nú fram samkvæmt samkeppnislögum - með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Ef Bretum dugar fimm, þurfum við þá að hafa fjögur?

Og til að bæta gráu ofan á svart er Vodafone að fá [tilfærslu] skulda upp á 28 milljarða og í sömu andrá að kæra Símann fyrir að fá verkefni frá ríkinu upp á rúma 600 milljónir og  Vodafone segir að það sé ríkisstyrkur – nú mun lögfræðingar á fínum töxtum setjast yfir þetta, dómstólar að fara yfir o.s.frv. Og hver borgar brúsann á öllum herlegheitunum? Nú, almenningur.

Er samkeppni þess virði? Við fáum aðhald með samkeppni en getur ekki eins verið stofnun eins og samkeppnisstofnum sem hefur aðhald af fyrirtækjum sem eru ekki í samkeppni. Eða enn betra að aðhaldið komi frá almenningi með neyslustýringu – hreinlega hætta, eða minnka, að nota vöruna ef á okkur er brotið.

Guð blessi Ísland.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


mbl.is Vodafone svarar Fjarskiptasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta smásaga í heimi - kannski

Samkvæmt mínum útreikningum eru líkurnar á því að vinna í íslensku lottói 0,00000151974%. Vinningurinn þarf að vera hærri en 65.800.800 krónur svo fjárhagslega hagkvæmt sé að taka þátt; ef væntur vinningur er svo mikill bókstaflega borgar sig að lottóa (af því gefnu að enginn annar vinnur). En ef væntur vinningur er undir þessari fjárhæð borgar sig ekki að taka þátt – en samt stunda margir lottóið vikulega þó það sé ekki fjárhagslega skynsamlegt, af hverju? Jú, sú tilhugsun að eiga möguleika á nokkrum milljónum er skemmtileg og vel þess virði að borga fyrir þó það sé ekki fjárhagslega hagkvæmt út frá hag- eða stærðfræðilegum útreikningum.

Sumir vilja meina að eitt af bestu verkum Ernest Hemingway sé sex orða smásagan: „For sale: Baby shoes, never worn.“  

Eftir þessar vangaveltur um lottóið fór ég að spá: hvort það sé hægt að lottóa um ýmsa hlut. Ef maður velur orð af handahófi úr orðabók, hverjar eru þá líkurnar á því að útkoman verða eitt meistarastykki? Reglurnar eru þær að velja að handhófi sex orð og raða þeim saman af eigin vild, tíðni, falli og einnig má ráða hvort komma, punktar, spurningamerki og svo framvegis sé notað.

Minn útdráttur er þessi: Burðarliðu samskipti skutbryggju fjölveiðiskipa: glatkistu nýbyggð.

Jæja, gangi mér betur næst.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband