Færsluflokkur: Sjónvarp

Rugl að hafa þetta ruglað

Samstaða Íslendinga sést loksins þegar þessir vænu piltar fara kasta þessari tuðru á milli sín – stemning myndast í öllu samfélaginu. En nú á að eyðileggja það fyrir nokkra aura til skamms tíma.

Eðlilegast hefði verið að Stöð 2 Sport 2, eða hvað sem þessar stöðvar heita nú orði, hefðu boðið í pakka með það að leiðarljósi að sýna íslensku leikinni í opinni dagskrá. Svo hefðu hinir leikirnir alveg getað verið ruglaðir, og þeir handboltasjúku hefðu keypt sér áskrift og hinir sem hafa lítinn áhuga á handbolta en frekar gaman af stemmningunni sem myndast í kringum öll herlegheitin geta notið sín.

En þessa stemmningu skal skemma. Svo strákarnir okkar munu kannski bara vera Strákarnir 365 eða Strákarnir Stöð 2 Sport 2  í framtíðinni – vona samt ekki.

Það er að sjálfsögðu rugl að hafa handboltann í ruglaðri dagskrá. Mun styðja þá í hjarta en ekki í áhorfi.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.

E.s. ég veit ekki betur en skattgreiðendur og önnur ljúfmenni séu nú þegar að borga fullt fyrir landsliðið –  þá er nú lámarkskrafa að fá að sjá liðið spila í Sjónvarpi allra landsmanna.


mbl.is Hefðu viljað leikina á HM ólæsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband