Færsluflokkur: Heimspeki

Ertu með fordóma fyrir fordómum og leggurðu einelti í einelti?

Margir hafa fordóma fyrir fordómum. Fordómar eru ekki alltaf slæmir. Þeir þýða einfaldlega að fólk for-dæmir eitthvað, s.s. dæmir án ítarlegrar athugunar.

Ég hef aldrei kýlt sjálfan mig í framan, og ætla mér sennilega aldrei að gera það (jafnvel þó mér verði boðið í sjónvarpsþáttinn Strákarnir með Audda og Sveppa). Þannig hef ég  fordóma fyrir sjálfs-kýlingum. Er s.s. á móti því án þess að hafa gert það nokkurn tímann.

Margir álíta einelti al-neikvætt fyrirbærir. En ef það væri al-neikvætt þá hlyti að vera í ólægi að leggja einelti í einleti – eins og tíðkast þessa stundina í samfélaginu. En svo er ekki; það er í lagi að leggja einelti í einelti.

Sértu með fordóma, fínt. Leggurðu í einelti, fínt. Gerðu það bara fyrir réttan málstað.

Fordómafullar eineltis kveðjur,

Sigþór Björgvinsson.


Klappið fyrir mér!

Af hverju er alltaf svo mikil skylda að klappa fyrir öðru fólki þegar það stendur á sviði? Af hverjur þurfa áheyrendur að láta eins og kátir selir og sveifla samana höndunum?

Þurfa listamennirnir endilega viðurkenningu okkar? Hver eru við að dæma um  hvort vel að verki var staðið. Ef mér fannst lagið bara allt í lagi, hvað þá? Er til eitthvað klapp fyrir það?

Síðast þegar ég var að versla í matinn , renndi starfsmaðurinn vörunum í gegnum geislann og í hvert skipti heyrðist „bíp“ en að þessu sinni heyrðist einnig klapp frá mér. Og þegar starfsmaðurinn hafði lokið við að renna öllum vörunum í gegn – klappaði ég vel og innilega. Hann roðnaði lítlega og aðrir viðskiptavinur gáfu mér hornauga. Þarna var klapp greinilega ekki viðeigandi.

En af hverju átti hann ekki skilið klapp alveg eins og listmenn á sviðinu?  

Þegar bifreið stoppar til að hleypa þér yfir gangbraut – á að klappa þá?

Þegar einhver segjir góðan brandara – á að klappa þá?

Þegar einhver skirfar góða færslu – á að klappa þá?

Þegar ruslakarlinn kemur og tæmir tunnuna – á að klappa þá?

Þegar þjónn kemur með matinn – á að klappa þá?

Eða á bara að klappa þegar einhver/einhverjir eru uppi á sviði og gera eitthvað þar?

Í samfélagi sem kennir sig við jafnarétti er þetta í lagi? Að sumir fá klapp og aðrir ekki? En tilhvers er allt þetta klapp? Eiga listamenn og annað fólk eitthvað að vera að keppast við að fá klapp? Er einhver tilgangur í því? Margir listmann fengu litla viðurkenningu á sinni lífsleið en eftir dauðan var það eitthvað annað; til dæmis Van Gogh og Steinn Steinarr og margir fleiri. En þó klöppin hefðu verið fá á þeirra lífsleið, þá skilgreindi það ekki list þeirra.

Og hverjir eru þessir „klapparar“ og er þeirra álit svo merkilegt að listamaður skilgreinir árangur og hamingju eftir viðurkenningu þeirra.

Ef staurblindur maður finnst málverk Picasso forljót, þá skilgreinir það ekki málverkið heldur frekar að maðurinn sé staurblindur. Ef heimskur maður les góða bók og finnst hún heimskuleg, þá er það vegna þess að maðurinn er heimskur en ekki vegna þess að bókin sé heimskuleg.

Mikill snillingur, að nafni Antony DeMellow (klappið fyrir honum!), segir að viðurkenning sé eitt algengast fíkniefni sem mannfólkið er háð. Allt frá unga aldri er börnin alinn upp við að fá viðurkenningu. Og þessi fíkn í viðurkenningu losar fólk sig sjaldan við.

Hver kannast ekki við:
Drengur: „mikið ert þú sæt, fagra snót!“
Fagra snótin: „æj takk, þú ert svo sætur að segja svona fallegt við mig.“

Það er óþarfi að þakka drengnum fyrir túlkun hans á fegurð þinn; þakkaðu frekar sjálfri þér fyrir að stunda heilbrigt líferni, þakkaðu frekar foreldrum fyrir góð gen. En ekki þakka honum fyrir að skilgreina þig, það er ekki hans hlutverk.

Klappið fyrir mér, eða ekki.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


Á morgun segir sá duglegi – í dag sá lati

Hvað er að vera duglegur og hvað er að vera latur? Manneskja sem sefur út er ekki löt, hún er dugleg. Manneskjan sem gengur menntaveginn svo hún fái vel launað starf er ekki dugleg, hún er löt. Nú?

Sá sem vinnur lítið en fær mikið borgað hlýtur að vera latur. En sá sem vinnur mikið og fær lítið borgað hlýtur að vera duglegur. Sá sem sefur út og mætir seint í vinnuna sína trekk í trekk og að lokum missir hana; er hörkuduglegur, því hann nennir að standa í öllu þessu vandræðum; fá slæmt orð á sér, standa í þrasi við yfirmenn, missa vinnuna og leita að annarri vinnu – þetta er ekkert nema dugnaður. Hver skipti sem á að gera eitthvað skemmtilegt þarf að fara í allskonar reddingar til að útvega nokkra aura, þarf oft að neita sér um ýmislega skemmtilega hluti vegna peningaleysis,  manneskjan býr þröngt og borðar jafnvel alltaf sama ruslfæðið; en hún er hörkudugleg.

Sá lati vill alltaf gera verkefnin strax því hann nennir ekki að bíða með þau, nennir ekki að finna hjá sér ró til að bíða eða sleppa að gera hlutinn – allt þarf að gerast strax. Manneskjan er alltaf að huga að heilsunni því hún nennir ekki að vera veik.

Mikill misskilningur er á því að fólk sem vinnur mikið er duglegt, það vinnur mikið svo það eignist mikla peninga svo það getur gert skemmtilega hluti, borðað lúxusmáltíðir og búið í stórri íbúð sem alltaf er hrein; því þær nenna ekki að hafa hana skítuga. Þvílík leti!

Ætlaði að skrifa þennan pistil í gær en sökum dugnaðar beið ég með það þangað til í dag.

Leti-kveðjur,

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband