Færsluflokkur: Ferðalög

Óvart til Frakklands

Fyrir nákvæmlega ári síðan var ferðinni heitið til Marmaris á Tyrklandi. Ég og vinur minn ætluðum að fara svo sparlega í þessa ferð höfðum skipulagt þetta aðeins öðruvísi. Ferðaáætlunin var þannig: fljúgum til London Heathrow – lest til London Standsted – þaðan flogið til Rhodos á Grikklandi – og loks siglt yfir frá Rhodos á Grikklandi yfir til Marmaris í Tyrklandi. Þetta skipulag heppnaðist ekki betur en svo að þegar við héldum að við vorum að lenda í Rhodos í Grikklandi tókum við eftir að flugvélin var ekki að lækka flugið á eyju. Ég vatt mér að ókunnum sessunauti mínum og spurði vandræðalega:

Ég: “Uhh… where are we lending?”

Sessunauturinn: “Rodez.”

Ég: “Where is Rodez?”

Sessunauturinn: “That´s in France.”

 

Ég: “Oh boy …”

 

Við tveir vorum komnir til smábæjar í Frakklandi á meðan hinir sem höfðu sem við ætluðum að verja fríinu með voru í Tyrklandi. Þessi óvæntu hlutskipti hugðust okkur ekki, þó að þetta væri mjög fallegur bær og henti mjög vel fyrir fólk í rómantískum hugleiðingum, þá vildum við burt og það sem allra fyrst. Þannig að við fórum strax í að útvega nýja flugmiða þar sem að vera áfram í Frakklandi, var ekki sérlega fýsilegur kostur. Daginn eftir vorum við alveg slakir, þar sem við vorum búnir að útvega miða. Tveimur tímum fyrir flug fórum við í að finna leigubíl, aðeins um tíu mínútna akstur upp á flugvöll, en hvergi var hægt að finna slíka þjónustu og við orðnir nokkuð áhyggjufullir. Við vorum að horfa upp á að missa af fluginu og vera lengur í Frakklandi með tilheyrandi kostnaði. Ég var farinn að stöðva umferð og veifa 50 evru seðli í von um smá skutl, félaginn fór í verslanir og spurði einn verslunareigandann um far á flugvöllinn; hann lokaði versluninni og skutlaði okkur á flugvöllinn....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband