Færsluflokkur: Tónlist

Erum við öll krimmar?

STEF vill rukka hundrað krónu gjald á mánuðu. Sjá nánar frétt í hlekknum:
http://www.visir.is/article/2010550856773

Hvers þarf hinn heiðarlegi borgari að gjalda; búðið að stimpla alla glæpamenn fyrirfram.  Ef við höldum okkur við svipaðan þankagang vil ég setja alla karlmenn í fangelsi – þar sem þeir allir hafi burði til að geta nauðgað, kannski ekki alveg fimm ára fangelsi, bara svona nokkra daga; kannski viku eða tvær. Þannig getum við verið viss um að allir þeir sem hafa, eða munu nauðga hljóti refsingu. Enginn mun sleppa! Og fyrir þá sem eru saklausir hljóta að finna huggun í því að þetta eru nú bara nokkrir dagar.

Eins og marg oft hefur verið sagt: saklaus uns sekt sé sönnuð (eða eins og ég vil hafa það: saklaus uns glæp hefur framið) þá er ekki eðlilegt að rukka alla fyrir stefgjöld aðeins á þeim forsendum að þeir greiði fyrir aðgang að Internetinu.

Í bókinni The Black Swan segir að til eru tvennskonar störf: mæld- og ómæld-störf. Mæld störf eru bifvélavirk, læknir og vændiskona; þau geta eingöngu sinnt ákveðnum fjölda viðskiptavina á klukkustund og fer greiðslan að miklu leyti eftir því – sem sagt tímakaup. Svo eru það ómæld störf til dæmis rithöfundundar og tónlistamenn; það tekur alltaf ákveðinn tíma að skrifa bók, semja lag eða hljóðsetja plötu. En síðan þegar vinnunni er lokið tekur við einkennilega atburðarrás. Platan eða bókin getur selst lítið, mikið eða ekkert. Lady Gaga selur vel og hún þénar vel, á meðan er tónlistarmenn sem hafa jafnvel mun meiri hæfileika á tónlistarsviðinu og lögðu meiri vinnu í plötuna sína fá kannski rétt fyrir kostnaði. Sem sagt í tónlistarheiminum er fullt af peningum en hann dreifist ójafnt og alls ekki eftir vinnu eða hæfileikum heldur eftir markaðsöflunum – eða áróðri.

Tónlistarunnendur gera sér grein fyrir þessu, þeim finnst oft blóðugt að styrkja milljónamæringa í sinna fjöldaframleiðslu og fá einnig færi á að kynnast þeim nýju og hæfileikaríkum tónlistmönnum sem til eru. Þannig réttlæta þeir glæpinn.

Lausnin á ólöglegu niðurhali er réttlæti; góðir tónlistamenn fái sanngjörn laun. Skiptingin deilist sanngjarnt milli listamanna en þann mismun á ekki að sækja í vasa netverja.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband