Færsluflokkur: Lífstíll

Tímamót

Hef alltaf haft gaman af tímamótum. Þá hugsar maður um liðna og ókomna tíð. Einhverju var að ljúka og eitthvað annað er að byrja.

Nú hef ég nýlega upplifað tímamót; Jarðkringlan hefur snúist 30 hringi kringum sólina á meðan ég hef lifað á henni. Margir telja það vera tilefni til fögnuður – en mér finnst sá dagur, sem ég nákvæmlega verið á Jörðinni í 30 ár, ekkert merkilegri né betri en aðrir dagar sem ég hef fengið að njóta á þessari dásamlegu plánetu.

Á þessum tímamótum fer maður samt að spá í hvað mann hefur verið ágengt. Ég hef gert ýmislegt og get því með réttu titlað mig með ýmsum nöfnum:

Sonur, faðir, kærasti, bróðir, barnabarn, frændi, vinur, félagi, nemandi, ökumaður, farþegi, viðskiptavinur, neytandi, neitandi, starfmaður, launþegi, notandi, kerfisfræðingur, viðskiptafræðingur, rithöfundur, skáld, fjárfestir, íbúi, manneskja, lesandi, hugsuður, leigjandi, bifreiðaeigandi, íbúðaeigandi, skuldari, íþróttamaður, kjötstykki (í augum kvenna þ.a.s.),  drykkjumaður og átvagl.

En hvern er maður að blekkja? Meðal manneskja innbyrðir um 60 tonn af fæðu á ævinni, og því má með réttu segja að maður sé fyrst og fremst saurframleiðandi.

En burt sé frá því hvernig maður titlar sig, þá er það einn lærdómur sem mig langar að miðla af mínum 30 árum – til þeirra sem yngri eru:

Í læknisfræðinni eru árin frá 20-30 ára þau bestur líkamlega – þ.e.a.s. líkaminn er í sinnu besta ásigkomulagi. En nútímasamfélög er treg við að veita fólki á þessu aldri tækifæri á vinnumarkaðinum. Þess vegna eiga allir á þessum aldri að rækta sína hæfileika, stefna að því að verða atvinnumenn í íþróttum, ganga menntaveginn, læra á hljóðfæri eða eitthvað annað áhugavert og skemmtilegt.

Eins og  segir í bókinni Outliers,  segir að til að verða snillingur í einhverju þarf að verja 10.000 klukkustundum í þá grein. Og það tekur um það bil 10 ár að verja 10.000 klukkustundum í eitthvað.

Ef þú vilt/þarft að vinna, reyndu að hafa það skemmtilegt og lærdómsríkt starf, því launin eru sjaldan eitthvað merkileg, þegar maður er á þessum aldri.

Sigþór Björgvinsson, saurframleiðandi.


„Mín“ 12 allra bestu ráð til að ná árangri

Þegar ég les pistla á íslenskum vefsíðum fæ ég það oft á tilfinningunni að ég sé að lesa eitthvað sem er þýtt beint frá erlendum síðum. Nú ætla ég að gera það sama en að sjálfsögðu mun ég gæta heimilda, eitthvað sem hinir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þessi ráð eru eftir  Shad Helmstetter, Ph.D. af vefsíðunni  www.bluinc.com. Undirtexti er að mestu leyti eftir sjálfan mig.

1.       Ákveddu nákvæm markmið og aðgerðaáætlun, og skrifaðu það niður.

Eitthvað sem ég hef aldrei gert – er eitthvað svo feiminn við að skrifa það á blað þar sem allir geta séð;  og svo er þetta eitthvað svo amerískt. Man að einu sinni rakst ég á blað sem bróðir minn hafði gert ca. 16 ára eitthvað þessu líkt – og vitir menn allt hafði ræst hjá honum!

2.       Farðu yfir markmiðin daglega.

Þetta víst mikilvægur liður. Slepptu því frekar að „refresha“ ‚mbl‘ enn eitt skiptið og farðu yfir markmiðin, aðeins tvær til þrjár mínútur.

3.       Forgangsraðaðu daglegu verkefnunum.

Sinntu mikilvægu verkefnunum, ekki endilega þeim sem liggur á að gera.

4.       Breytti því sem hefur ekki verið að virka fyrir þig hingað til.

Er ‚kúl‘ að reykja? Ef ekki hættu því!

5.       Slökktu á sjónvarpinu.

Mest allt sjónvarpsgláp er sóun á tíma, við réttlætum það með því að segja að við horfum nú á svo vandaðar heimildamyndir og svoleiðis – það er í litlu mæli. Fréttir! Ekki láta mig byrja á þeirri sóun, megnið eru „ekki fréttir“ og hitta er hálf-brenglaður sannleikur. Gerið allri fjölskyldunni greiða og komdu henni mjög svo á óvart og slökktu á sjónvarpinu eða jafnvel ekki kveikja á því.  

6.       Æfðu alla daga, og vertu jákvæður.

Það að æfa er ekki  endilega að fara í ræktina og dúsa þar í þrjá tíma. Taktu nokkrar armbeygjur áður en þú ferð í sturtu, vertu frumlegur og finndu æfingar sem hentar þér og tilheyra þínum lífstíl og taka ekki endilega langan tíma. T.d. þegar á að spjalla við vin í síma má kíkja í göngutúr á meðan símtalið varir.

7.       Vertu umkringdur fólki sem hefur náð meiri árangri en þú.

Eins og Vigdís Finnbogadóttir sagðir: „Við erum bergmál af umhverfinu okkar.“ Vertu með fólki sem er heiðarlegt og hefur náð (eða vill ná) árangri.

8.       Lifðu lífinu á þínum „gildum“.

Vertu traustu, ákveðin, hafðu samúð, þolinmóður, berðu ábyrgð á sjálfum þér, vinnuglaður og hafðu hugrekki til að endast. Allur varanlegur árangur er byggður á jákvæðum gildum.

9.       Iðkaðu trú.

Allir trúa á eitthvað. Þeir sem trúa ekki á neitt, trú á það. Það er skemmtilegra og fallegra að trúa á einhvað æðra tilverustig. Þeir sem ná árangri trúa alltaf á eitthvað.

10.   Ákveddu að trúa á þig og þína framtíð.

Það er ákvörðun á trúa á sjálfan sig (og það að taka ákvörðun tekur aðeins augnablik). Fólk sem nær árangri trúir því að það getur gert það. Trúðu á sjálfan þig. Hættu að segja að þú getur ekki gert það. Þú getur gert mun meira heldur en þú getur ímyndað þér (svolítil mótsögn en þú nærð þessu).

11.   Gerðu a.m.k. tvo hluti á dag til að bæta þig.

Þekking og hæfni eru mjög verðmætir eiginleikar. Ef þú vilt ná meiri árangir – lærðu þá meira! Hlustaðu, lestu; vertu frumlegur, gerðu eitthvað nýtt og settu þér markmið um að læra meira og meira ...

12.   Aldrei hætta. Aldrei gefast upp!

Vertu ákveðinn, ekki hika. Ef það virkar ekki reynda þá aftur -  enn meira.  Ef þú hefur ekki náð þínum markmiðum sjáðu þá fyrir þér útkomuna eins og þú vilt hafa hana, byrjaðu aftur, taktu frumkvæði, haltu þér við efnið, og gefstu aldrei upp!

Lifið heil, eða hálf ef það þinn vilji.

Kveðja Sigþór Björgvinsson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband