Ó-heilbrigð samkeppni

Það sem er gott við samkeppni er aðhald. Aðhald að menn séu á tánum og stöðugt að gera betur og betur, læra meira og meira, þróa og uppgötva.

En er samkeppni góð í öllum tilvikum? Dýru verði keypt? Eða jafnvel slæm?

Ef við útilokum verðsamráð, spillingu og önnur hugguleg heiti. Það má nefna fleiri þætti sem rökstuðning gegn samkeppni. Tökum farsímamarkaðinn sem dæmi. Hér á land starfar fjögur farsímafyrirtæki: Nova, Síminn, Tal og Vodafone. Í Bretlandi eru þau einu fleiri (O2, Orange, Hutchison 3G, T-Mobile og Vodafone). Á Íslandi bjuggu 317.630, þann 1. janúar 2010, og í Bretlandi 61.284.806 í júlí 2010. Hjá þessum fjórum íslensku fyrirtækjum eru 4 forstjórar á forstjóralaunum, 4x(framkvæmdastjórn, markaðsdeild, og allskonar yfirmenn, undirmenn og undirgefnir menn).Öll stærðarhagkvæmi eyðist út. Póst- og fjarskiptastofnun, og samkeppniseftirlit fylgjast grandlega með að allt fara nú fram samkvæmt samkeppnislögum - með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Ef Bretum dugar fimm, þurfum við þá að hafa fjögur?

Og til að bæta gráu ofan á svart er Vodafone að fá [tilfærslu] skulda upp á 28 milljarða og í sömu andrá að kæra Símann fyrir að fá verkefni frá ríkinu upp á rúma 600 milljónir og  Vodafone segir að það sé ríkisstyrkur – nú mun lögfræðingar á fínum töxtum setjast yfir þetta, dómstólar að fara yfir o.s.frv. Og hver borgar brúsann á öllum herlegheitunum? Nú, almenningur.

Er samkeppni þess virði? Við fáum aðhald með samkeppni en getur ekki eins verið stofnun eins og samkeppnisstofnum sem hefur aðhald af fyrirtækjum sem eru ekki í samkeppni. Eða enn betra að aðhaldið komi frá almenningi með neyslustýringu – hreinlega hætta, eða minnka, að nota vöruna ef á okkur er brotið.

Guð blessi Ísland.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


mbl.is Vodafone svarar Fjarskiptasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Símafélögin á farsímamarkaði eru 5, þú gleymir Alterna.

Kjartan (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Það er rétt, góður punktur; gleymdi Alterna. Takk fyrir það.

Sigþór Björgvinsson, 6.7.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Vodafone

Ágæti Sigþór.

Takk fyrir ágætan pistil. Ég hjó samt eftir því, að þú talar um að Vodafone hafi fengið afskrifaða 28 milljarða króna. Það er einhver misskilningur, en ég geri ráð fyrir að þú sért að vísa til fjárhagslegar endurskipulagningar á móðurfélagi Vodafone á síðasta ári (Teymi hf.). Í þeirri endurskipulagningu voru skuldirnar ekki afskrifaðar, heldur var móðurfélagið (og þ.a.l. öll dótturfélögin) tekið af þáverandi eigendum og kröfuhafar breyttu hluta af kröfum sínum í hlutafé (og eignuðust þar með fyrirtækið). Slíkt er ekki afskrift á skuldum, því mikil verðmæti felast í því að eiga umrædd fyrirtæki t.d. Vodafone og Skýrr. Nú þegar er búið að selja einhverjar þeirra eigna sem tilheyrðu Teymis-samstæðunni og væntanlega munu eigendurnir njóta góðs af þegar aðrar eignir verða seldar.

Kær kveðja,
Hrannar Pétursson
upplýsingafulltrúi Vodafone

Vodafone, 6.7.2010 kl. 19:50

4 identicon

Vodafone, ríkisfyrirtækið, er núna að kæra eigandann sinn, Ríkið, fyrir að hafa samið við einkafyrirtæki...... en hvað hlutirnir breytast.

Koma Vodafone hefur engu breytt fyrir íslenska neytendur, nema að sumir þeirra eru nú að borga hluta af laununum sínum til Vodafone í Bretlandi fyrir að gamla Tal noti þetta hræðilega nafn.

Ég skora á alla að skipta við eitthvað að þeim einkafyrirtækjum sem hér eru á markaði, og þau sem eru ekki að nota nafnskrípi frá Icesave-vinum okkar Bretum.

Roberto Cavani - Uruguay (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 20:18

5 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Sæll Hrannar.

Takk fyrir að koma með athugasemd við greinina. Ég skal viðurkenna að þessa tölu skrifaði eftir minni í stað þessa að leita uppi heimildir fyrir henni – og minnið getur oft verið skeikult. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið nákvæmari í þessu, enda ég sjálfur ekki í þeirri aðstöðu að hafa aðgang að öllum tölum og skýrslum um rekstur Teymis hf. (fann ekki neina nýja ársskýrslu á netinu).

Mun ég taka út orðið „afskriftir“ og setja inn orðið „tilfærslu“.  Þannig er ég nær sannleikanum?

En einnig vil ég benda á að boðskapur og tilgangur greinarinnar var ekki að fara í neina nákvæmni heldur að tala um stóru myndina um hina ofmetnu samkeppni sem er ekki alltaf íslensku þjóðfélagi fyrir bestu og þó sumir vilja lofa hana eins hinn sanna bjargvætt alls ills.

Bestu kveðjur,

Sigþór Björgvinsson.

Sigþór Björgvinsson, 6.7.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband