7.3.2011 | 16:59
Sannleiks píramídinn
Í fræðum neytendahegðunar má finna píramída sem kallast: Communicatons effects pyramid. Hef haft mikið dálæti á honum og finnst hann lýsa nokkuð vel hegðun neytenda frá því að hann verður meðvitaður um vöru, líkar vel við, hefur dálæti á, prufar og loks festir kaup.
En ég hef komið með mitt eigið útspila á þessum píramída sem ég kalla: ,Sannleiks píramídann. Hann er í eðli sínu eins og neytendahegðunar píramídinn en fjallar þess í stað um sannleiksgildi hugsana og orða okkar.
Þegar einhver segir: ég hef heyrt, þá er hann eingöngu að apa beint upp eftir öðrum og hefur lítið kynnt sér málið. Sannleikurinn á bakvið slíkt blaður er oftast lítill, þó að sjálfsögðu ekki hægt að útloka að eitthvert sannleikskorn liggi þar.
Þegar einhver segir: ég held, þá hefur viðkomandi kynnt sér málið lítillega en skoðunin engan vegin fullmótuð. Líklegast má finna mikla galla á málflutninga þar sem viðkomandi talar í þessum tón.
Þegar einhver segir: mér finnst, þá einkennist sú skoðun oft af fordómum og eigin hagmunum. Og lýsir oftast eingöngu skoðun og sannleikurinn jafnvel langt frá.
Þegar einhver segir: ég trúi, þá lýsir það hvernig viðkomandi vill að sannleikurinn sé frekar en hver hann raunverulega sé.
Þegar einhver segir: ég er sannfærður, þá út frá öllum mögulegum upplýsingum sem ég hef aðgang að þá er þetta sannleikurinn, en það er ekki algilt að svo sé og svo menn þurfa að hafa varann á.
Þegar einhver segir: þetta er sannleikurinn, þá er búið að taka af allan vafa. En það er furðu fátítt að menn tali sannleikann þó að vísu að þeir haldi það stundum.
Ég er sannfærður um að við tölum/hugsum með þessum hætti. Þó þarf fólk mis mikið af þekkingu/upplýsingum/fróðleik til að fara upp píramídann. Sumir hafa heyrt einhverja frétt og þá eru þeir sannfærðir um að heilagan sannleika sé um að ræða. En aðrir þurfa að kynna sér málið mun betur áður en þeir fara í slíkar ályktanir.
Þegar Dr. Martin Luther King sagði: I have a dream ..., þá í besta falli trúði hann því að allir gætu lifað í sátt og samlyndi, en hann var ekki sannfærðu.
Áhugavert að hlusta á fólk og eigin hugsanir og staðsetja það á sannleiks píramídanum góða.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2011 | 10:08
Í myrkri skal ljós slökkva og í birtu kveikja
Hef þróað með mér þráhyggju sem ég vil gjarnan vera laus við: er farinn að spá í hvenær sé kveikt og slökkt á ljósastaurum.
Einhvern tímann í þátíðinni hafa nokkrir snillingar hjá Orkuveitunni setið á fundi og komið með þá snilldar áætlun að slökkva fyrr á ljósastaurum á morgnanna og kveikja seinna á kvöldin bara svo ökumenn séu nú alveg örugglega í sem mestu myrkri svona rétt á meðan fólk er að koma sé í og úr vinnu; s.s. á því augnabliki sem er hve mest not fyrir aukna birtu.
Með þessu má spara tíu milljónir á ári!
Það þarf ekki nema einn sjóndapran ökumann til að keyra á ökutæki hjá einum útrásarníðingi; og þá er allur sparnaður fyrir samfélagið farinn fyrir bí (er það ekki annars Reykvíkingar sem eiga Orkuveituna? Og ríkið sem á t.d. Sjóvá; sem þyrftir e.t.v. að greiða tjónið sem sá sjóndapri veldur).
En ég er farinn að taka eftir því að ekki er aðeins slökkt þegar hve mest not eru fyrir aukna birtu heldur er ósjaldan kveikt þegar þörfin fyrir aukna birtu er lítil sem engin. Hér færi ég sönnun á mínu máli (hef ekkert átt við þessar myndir):
Hinn fagri Framnesvegur (Reykjavík), á þessum myndum má sjá augljósan mun á birtu. Kveikt er þegar birta er góð og slökkt þegar hún er ekki eins góð.
Fleiri myndir þegar kveikt er í birtu:
Suðulandsbraut 3. febrúar 2011 klukkan 13:37
Grensás 3. febrúar 2011 klukkan 13:54
Grensás 7. febrúar 2011 klukkan 10:44
Kringlumýrabraut 26. janúar 2011 klukkan 14:03
Árúnsbrekka 7. febrúar 2011 klukkan 10:47
Breiðholtsbraut 7. febrúar 2011 klukkan 10:51 og 13:52
Og hérna er slökkt: Sæbraut 20. janúar 2011 klukkan 17:07
Ég gæti haldið endlaust áfram með þessa þráhyggju en læt hér við staðar númið. Á mun fleiri myndir og hef ótalsinnum orðið vitni að kveikt sé á ljósastaurum þegar bjart er úti, jafnvel um hádegi um mitt sumar.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 13:24
Hvað þarf til að komast í NBA?
Í körfubolta er betra að vera hávaxinn. En þýðir það: því hærra því betra?
Meðalhæðin í NBA-deildinni er 1,98m. Sárafáir leikmenn eru undir 1,80m og vil ég meina að það sé þolmörkin; ef þú ert undir því þá getur gleymd því að komast í NBA. Undartekninginar eru sárafáar en helst ber að nefna Muggsy Bogues (1,60m). Og að menn nái eitthvað langt í NBA deildinni ef þeir séu í kringum 1,80m er heldur ekki algengt. Þá kannski helst Allan Iverson, sem leit alltaf út eins og strumpur á vellinum en er þó 1,83m.
Aðrir leikmenn sem virka litlir en er drullu góðir eru t.d.: Jason Kidd (1,93m) og Dwyane Wade (1,93m) og það flokkast ekki undir að vera dvergvaxinn í daglegu tali.
Ef taldir eru upp þeir allra bestu (að sjálfsögu umdeilanlegur listi): Michael Jordan (1,98m), Kobe Bryant (1,98), Lebron James (2,03m), Magic Johnson (2,06m) og Larry Bird (2,06m).
Niðurstaða: þegar einstaklingur hefur náð hæðinni 1,98m þá hættir hæðin að skipta máli og hæfileikarnir telja þar að segja í NBA.Sigþór Björgvinsson, strumpur (1,85m).
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 15:49
Tímamót
Hef alltaf haft gaman af tímamótum. Þá hugsar maður um liðna og ókomna tíð. Einhverju var að ljúka og eitthvað annað er að byrja.
Nú hef ég nýlega upplifað tímamót; Jarðkringlan hefur snúist 30 hringi kringum sólina á meðan ég hef lifað á henni. Margir telja það vera tilefni til fögnuður en mér finnst sá dagur, sem ég nákvæmlega verið á Jörðinni í 30 ár, ekkert merkilegri né betri en aðrir dagar sem ég hef fengið að njóta á þessari dásamlegu plánetu.
Á þessum tímamótum fer maður samt að spá í hvað mann hefur verið ágengt. Ég hef gert ýmislegt og get því með réttu titlað mig með ýmsum nöfnum:
Sonur, faðir, kærasti, bróðir, barnabarn, frændi, vinur, félagi, nemandi, ökumaður, farþegi, viðskiptavinur, neytandi, neitandi, starfmaður, launþegi, notandi, kerfisfræðingur, viðskiptafræðingur, rithöfundur, skáld, fjárfestir, íbúi, manneskja, lesandi, hugsuður, leigjandi, bifreiðaeigandi, íbúðaeigandi, skuldari, íþróttamaður, kjötstykki (í augum kvenna þ.a.s.), drykkjumaður og átvagl.
En hvern er maður að blekkja? Meðal manneskja innbyrðir um 60 tonn af fæðu á ævinni, og því má með réttu segja að maður sé fyrst og fremst saurframleiðandi.
En burt sé frá því hvernig maður titlar sig, þá er það einn lærdómur sem mig langar að miðla af mínum 30 árum til þeirra sem yngri eru:
Í læknisfræðinni eru árin frá 20-30 ára þau bestur líkamlega þ.e.a.s. líkaminn er í sinnu besta ásigkomulagi. En nútímasamfélög er treg við að veita fólki á þessu aldri tækifæri á vinnumarkaðinum. Þess vegna eiga allir á þessum aldri að rækta sína hæfileika, stefna að því að verða atvinnumenn í íþróttum, ganga menntaveginn, læra á hljóðfæri eða eitthvað annað áhugavert og skemmtilegt.
Eins og segir í bókinni Outliers, segir að til að verða snillingur í einhverju þarf að verja 10.000 klukkustundum í þá grein. Og það tekur um það bil 10 ár að verja 10.000 klukkustundum í eitthvað.
Ef þú vilt/þarft að vinna, reyndu að hafa það skemmtilegt og lærdómsríkt starf, því launin eru sjaldan eitthvað merkileg, þegar maður er á þessum aldri.
Sigþór Björgvinsson, saurframleiðandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2011 | 11:38
Uppþvottavél: verkfæri djöfulsins?
Ég er sannfærður um að tímasparnaður við uppþvottavélar sé litill sem enginn - en undantekning er þó líklega helst hjá stór fjölskyldum.
Í hvert skipti sem óhreinn diskur birtist, þarf að opna vélin, draga skúffuna út, raða í vélana (og stundum endurraða) og svo loka. Þetta er endurtekið þangað til að hún er orðin full og þá er hún sett í gang. Við þessa vinnu eru menn ávallt að bogra eitthvað - sem er ekki þægilegasta vinnuaðstaðan. Einnig þarf magn leirtaus að vera töluvert meira þar sem alltaf þarf að safna magni til að setja vélina af stað - og þá byrjar hávaðamengunin.
En þegar menn vasaka upp þá standa þeir beinir, útsýni við eldhúsvaskinn er oft gott; þar er svigrúm til að hugsa og hlusta á tónlist - s.s. bara gaman.
En ég ætla ekki að byggja rökstuðning á (ó)skynsemi uppþvottavélar á þessum rökum. Margir eru nefnilega sannfærðir um að mikinn tímasparnað sé um að ræða, en hversu mikill þarf tímasparnaðurinn að vera svo þetta borgi sig fjárhagslega?
Hér er nokkrar tölur:
Miðgildi verða á uppþvottavél: 110.000kr.
Rúmmetersverð íbúðar (mín íbúð): 133.500; rúmmál uppþvottavélar er 0,28m2; og þar af leiðandi rúmmálskostnaður 37.000kr (sumir myndu segja að hér sé um að ræða sokkinn kostnað, en því er ég ekki sammála því hver rúmmetri er mjög verðmætur í hverri í búð sérstaklega ef pláss sé á skornum skammti - því þá þarf jafnvel að huga að kaupa nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði - það mætti jafnvel setja hærri tölu hér).
Vaxtaprósenta á 25 ára láni: 4,2% (peningar hafa lang oftast vexti, hvort sem við séum að fá þá eða borga þá, við gætum nefnilega fengið vexti í staðin fyrir 110.000 eða sleppt því að borga vexti á álíka upphæð - ef við skuldum eitthvað á annað borð).
Ráðstöfunartekjur 50.000kr. á mánuði (þ.e.a.s. tekjur - skattar - borga skuldir - reikningar - fæða - og öll nauðsynleg neysla; þessi upphæð er sú sem við fáum fyrir vinnu okkar, hitt er bara til að halda okkur gangandi. Þessi upphæð er yfirleitt ekkert hærri hjá tekju meira fólki þar sem þeirra skuldbindingar er gjarna háar).
Vinnustundir á mánuði 168 (50.000/168 ca. 300kr. á tímann í ráðstöfunartekjur)
Ef tímasparnaður er 15 mínútur á dag við það að eiga uppþvottavél þá erum við 15 ár og 2 mánuði að vinnu upp kostnaðinn við uppþvottavélina með tímasparnaði.
Ef tímasparnaður er 30 mínútur á dag við það að eiga uppþvottavél þá erum við 7 ár og 6 mánuði að vinnu upp kostnaðinn við uppþvottavélina tímasparnaði.
Ef uppþvottavélin hefur ekki lengri líftíma en þetta borgar sig alls ekki að eiga slíkan grip!
Í þessu útreikningur er ekki tekið tillit til verðbólgu, rafmagnskostnaðar við notkun á uppþvottavélinni né aukins kostnaðar við aukið leirtau, og að sjálfsögðu eru allar tölurnar breytilegar eftir aðstæðum hverju sinni.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2011 | 14:55
Klappið fyrir mér!
Af hverju er alltaf svo mikil skylda að klappa fyrir öðru fólki þegar það stendur á sviði? Af hverjur þurfa áheyrendur að láta eins og kátir selir og sveifla samana höndunum?
Þurfa listamennirnir endilega viðurkenningu okkar? Hver eru við að dæma um hvort vel að verki var staðið. Ef mér fannst lagið bara allt í lagi, hvað þá? Er til eitthvað klapp fyrir það?
Síðast þegar ég var að versla í matinn , renndi starfsmaðurinn vörunum í gegnum geislann og í hvert skipti heyrðist bíp en að þessu sinni heyrðist einnig klapp frá mér. Og þegar starfsmaðurinn hafði lokið við að renna öllum vörunum í gegn klappaði ég vel og innilega. Hann roðnaði lítlega og aðrir viðskiptavinur gáfu mér hornauga. Þarna var klapp greinilega ekki viðeigandi.
En af hverju átti hann ekki skilið klapp alveg eins og listmenn á sviðinu?
Þegar bifreið stoppar til að hleypa þér yfir gangbraut á að klappa þá?
Þegar einhver segjir góðan brandara á að klappa þá?
Þegar einhver skirfar góða færslu á að klappa þá?
Þegar ruslakarlinn kemur og tæmir tunnuna á að klappa þá?
Þegar þjónn kemur með matinn á að klappa þá?
Eða á bara að klappa þegar einhver/einhverjir eru uppi á sviði og gera eitthvað þar?
Í samfélagi sem kennir sig við jafnarétti er þetta í lagi? Að sumir fá klapp og aðrir ekki? En tilhvers er allt þetta klapp? Eiga listamenn og annað fólk eitthvað að vera að keppast við að fá klapp? Er einhver tilgangur í því? Margir listmann fengu litla viðurkenningu á sinni lífsleið en eftir dauðan var það eitthvað annað; til dæmis Van Gogh og Steinn Steinarr og margir fleiri. En þó klöppin hefðu verið fá á þeirra lífsleið, þá skilgreindi það ekki list þeirra.
Og hverjir eru þessir klapparar og er þeirra álit svo merkilegt að listamaður skilgreinir árangur og hamingju eftir viðurkenningu þeirra.
Ef staurblindur maður finnst málverk Picasso forljót, þá skilgreinir það ekki málverkið heldur frekar að maðurinn sé staurblindur. Ef heimskur maður les góða bók og finnst hún heimskuleg, þá er það vegna þess að maðurinn er heimskur en ekki vegna þess að bókin sé heimskuleg.
Mikill snillingur, að nafni Antony DeMellow (klappið fyrir honum!), segir að viðurkenning sé eitt algengast fíkniefni sem mannfólkið er háð. Allt frá unga aldri er börnin alinn upp við að fá viðurkenningu. Og þessi fíkn í viðurkenningu losar fólk sig sjaldan við.
Hver kannast ekki við:
Drengur: mikið ert þú sæt, fagra snót!
Fagra snótin: æj takk, þú ert svo sætur að segja svona fallegt við mig.
Það er óþarfi að þakka drengnum fyrir túlkun hans á fegurð þinn; þakkaðu frekar sjálfri þér fyrir að stunda heilbrigt líferni, þakkaðu frekar foreldrum fyrir góð gen. En ekki þakka honum fyrir að skilgreina þig, það er ekki hans hlutverk.
Klappið fyrir mér, eða ekki.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2011 | 16:17
Scene for next Klovn movie
Frank og Casper hafa gefið mér svo mikið með sínum skemmtilegu uppátækjum. Hérna er smá gjöf til baka; atriðið fyrir næstu kvikmynd þeirra. Þar sem minn skilningur í dönsku takmarkast við jeg og og mun ég hafa textann á ensku svo þeir skilji hann:
IN A PUPLIC PLACE DAY TIME
FRANK, CASPER and a little baby are together (FRANKS newborn).
The baby does its diaper, and FRANK does a good job changing him. But it is a green diaper and cant been thrown away needs to be washed in a washing machine.
While FRANK is driving home:
CASPER(smelling the air and grimacing is face)
What that awful smell!!?
FRANK (concentrated on driving)
Probably the diaper in the bag.
CASPER opens the bag and sees the whole glory.
CASPER (almost puking)
What are you doing with a poop in a bag?
FRANK (apologetically)
It is for the environment, and Mia wants it.
CASPER
I am throwing this out!
FRANK
No, Mia will go crazy and this is very expensive diaper.
CASPER shaking is head and holding his nose.
FRANK keeps on driving and sees a speedy car passes them by and the driver throws a cigarette out the window.
FRANK
I hate when people use the streets as an ashtray!
CASPER (sneaky)
Drive next to the car; at the next red light! I am going to give him a lesson.
Driving the speedy car is muscle numb head. FRANK drives next to the car, CASPER opens the window and throws out the dirty diaper right inside the car and poops goes all over the place!
CAPSER (excited)
Drive drive!
Afterward the two friends have a big laugh.
SAME DAY AT A BAR NIGHT TIME
FRANK and CASPER are at a bar. CASPER goes to the toilet. The muscle numb head (speedy driver) sees FRANK standing alone, he grabs FRANK by the neck.
THE MUSCLE NUMB HEAD (very angry)
You are the motherfucker that threw poop at me today! Kneel and say you are sorry!
FRANK (afraid)
Uhh , well it wasn´t me
THE MUSCLE NUMB HEAD (even more angry)
I saw you fuckface! Fuckface! Now kneel and say you are sorry!
FRANK kneels down, and when he is about to say sorry, CASPER arrives and knocks THE MUSCLE NUMB HEAD out with one punch. The unconscious body tips over a table and spilling drinks for five beautiful ladies.
CASPER (proudly)
Sorry ladies, may we buy drinks for you lovely ladies?
CASPER escorts the ladies to the bar, while staff starts to clean up the mess, and FRANK follows. CASPER orders cocktails for everyone, walks away with the ladies while FRANK ends up with the bill.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Ferrell Frank, Clooney Casper | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 13:11
Rugl að hafa þetta ruglað
Samstaða Íslendinga sést loksins þegar þessir vænu piltar fara kasta þessari tuðru á milli sín stemning myndast í öllu samfélaginu. En nú á að eyðileggja það fyrir nokkra aura til skamms tíma.
Eðlilegast hefði verið að Stöð 2 Sport 2, eða hvað sem þessar stöðvar heita nú orði, hefðu boðið í pakka með það að leiðarljósi að sýna íslensku leikinni í opinni dagskrá. Svo hefðu hinir leikirnir alveg getað verið ruglaðir, og þeir handboltasjúku hefðu keypt sér áskrift og hinir sem hafa lítinn áhuga á handbolta en frekar gaman af stemmningunni sem myndast í kringum öll herlegheitin geta notið sín.
En þessa stemmningu skal skemma. Svo strákarnir okkar munu kannski bara vera Strákarnir 365 eða Strákarnir Stöð 2 Sport 2 í framtíðinni vona samt ekki.
Það er að sjálfsögðu rugl að hafa handboltann í ruglaðri dagskrá. Mun styðja þá í hjarta en ekki í áhorfi.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
E.s. ég veit ekki betur en skattgreiðendur og önnur ljúfmenni séu nú þegar að borga fullt fyrir landsliðið þá er nú lámarkskrafa að fá að sjá liðið spila í Sjónvarpi allra landsmanna.
Hefðu viljað leikina á HM ólæsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.1.2011 | 18:18
Ísland og Bandaríkin: lönd hinna "frjálsu"
Buffett fjölskyldan fylgdi þeirri stefnu: að afla meira tekna heldur en þeirra útgjöld nema, s.s. vera í eitthverjum plús eftir hvern dag, mánuðu eða ár. Einnig vildu þau aldrei skulda nokkra krónur (eða dollar). Þessa hugmyndafræði hefur alið af sér einn ríkast mann í heimi: Warren Buffett (eða Valli hlaðborð eins og hann er kallaður í góðra vina hópi).
En þetta er ekki bara mikilvægt ef þú vilt verða ríkur, heldur einnig mikilvægt ef þú vilt verða frjáls!Allt fólk sem hefur virkar heilafrumur áttar sig á því að þræll sem nörvaður niður vinnur verr og er líklegri til að vera með leiðindi, heldur heldur en þræll sem heldur að hann sé frjáls
Fólk sem hefur völd vill ráðskast með lýðinn að eigin vild og nennir ekki neinum leiðindum við þá iðju. Til þess eru eflaust til nokkrar leiðir en ein leið hefur hlotið töluverða vinsælda meðal valdsjúkra og spilltra Vesturlandabúa: það er að skuldsetja almúgann.
Til að skuldsetja verðandi þræla eru til ýmsar leiðir: á Íslandi tekur fólk lán fyrir húsnæði. Lóðir eru seldar dýrum dómum (þó svo skortur á landsvæði sé ekki landlægur vandi hér á landi), tollar, skattar eru settur á byggingarefni, svo eru menn skattlagðir bak og fyrir við alla vinnu sem þeir leggja í bygginguna. Allt þetta skilar sér í háu markaðsvirð fasteignar. Svo er lántakandi verðlaunaður af stjórnvöldum fyrir að falla í þá gryfju að taka lán; borga vexti, verðbólgu og vaxtavextir með fyrirbæri sem kallast vaxtabætur (sem kalla má sönnunargagn eitt í mínum rökfærslum).
Í Bandaríkjum notast þeir bæði við belti og axlarbönd; allir sem vilja fá mannsæmndi vinnu þurfa að ganga menntaveginn og við þá göngu safnast skuldirnar og verða miklar birgðir fyrir ungt fólk sem er að hefja starfsferill, byrja ferilinn í miklum mínus.
Einnig má áætla að hinn ástsæli forsetir George Bush hafi eitthvað lært af Íslendingum og hóf hann átak í því að láta íbúa hinu frjálsu Ameríku eignast eigið húsnæði.
Ég bý í 50 fermetra húsnæði, slíkt kofahreysi hef ég aldrei séð bregða fyrir í þáttum eða kvikmyndum sem Hollywood hefur fært okkur nema í gömlum myndum. Af hverju Hollywood tekur þátt í plottinu er mér hulin ráðgáta, en eingöngu mega fallegar íbúðir sjást í imbakassanum, þó svo að íbúarnir séu algjörir þöngulhausar í þættinum eða kvikmyndinni (þetta má kalla samsæriskenningu eitt í mínum rökfærslum).
Ekki nóg með það að auðveldara er að stjórnast með skuldsett fólk, heldur einnig eykur það bilið á milli ríkra og fátækra; hinir fátæku borga vexti og hinir ríku fá vexti fyrir sína fjármuni og peningarnir fara að vinna fyrir þá ríku og gegn þeim fátæku.
Mitt áramótaheit er að verða frjáls; skuldlaus, og ég hvet alla (ykkur tvö) sem lesa þetta að gera hið sama.
Guð blessi Ísland.
Sigþór Björgvinsson, ReykjavíkFátæktin er smánarblettur á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2010 | 10:26
„Mín“ 12 allra bestu ráð til að ná árangri
Þegar ég les pistla á íslenskum vefsíðum fæ ég það oft á tilfinningunni að ég sé að lesa eitthvað sem er þýtt beint frá erlendum síðum. Nú ætla ég að gera það sama en að sjálfsögðu mun ég gæta heimilda, eitthvað sem hinir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þessi ráð eru eftir Shad Helmstetter, Ph.D. af vefsíðunni www.bluinc.com. Undirtexti er að mestu leyti eftir sjálfan mig.
1. Ákveddu nákvæm markmið og aðgerðaáætlun, og skrifaðu það niður.
Eitthvað sem ég hef aldrei gert er eitthvað svo feiminn við að skrifa það á blað þar sem allir geta séð; og svo er þetta eitthvað svo amerískt. Man að einu sinni rakst ég á blað sem bróðir minn hafði gert ca. 16 ára eitthvað þessu líkt og vitir menn allt hafði ræst hjá honum!
2. Farðu yfir markmiðin daglega.
Þetta víst mikilvægur liður. Slepptu því frekar að refresha mbl enn eitt skiptið og farðu yfir markmiðin, aðeins tvær til þrjár mínútur.
3. Forgangsraðaðu daglegu verkefnunum.
Sinntu mikilvægu verkefnunum, ekki endilega þeim sem liggur á að gera.
4. Breytti því sem hefur ekki verið að virka fyrir þig hingað til.
Er kúl að reykja? Ef ekki hættu því!
5. Slökktu á sjónvarpinu.
Mest allt sjónvarpsgláp er sóun á tíma, við réttlætum það með því að segja að við horfum nú á svo vandaðar heimildamyndir og svoleiðis það er í litlu mæli. Fréttir! Ekki láta mig byrja á þeirri sóun, megnið eru ekki fréttir og hitta er hálf-brenglaður sannleikur. Gerið allri fjölskyldunni greiða og komdu henni mjög svo á óvart og slökktu á sjónvarpinu eða jafnvel ekki kveikja á því.
6. Æfðu alla daga, og vertu jákvæður.
Það að æfa er ekki endilega að fara í ræktina og dúsa þar í þrjá tíma. Taktu nokkrar armbeygjur áður en þú ferð í sturtu, vertu frumlegur og finndu æfingar sem hentar þér og tilheyra þínum lífstíl og taka ekki endilega langan tíma. T.d. þegar á að spjalla við vin í síma má kíkja í göngutúr á meðan símtalið varir.
7. Vertu umkringdur fólki sem hefur náð meiri árangri en þú.
Eins og Vigdís Finnbogadóttir sagðir: Við erum bergmál af umhverfinu okkar. Vertu með fólki sem er heiðarlegt og hefur náð (eða vill ná) árangri.
8. Lifðu lífinu á þínum gildum.
Vertu traustu, ákveðin, hafðu samúð, þolinmóður, berðu ábyrgð á sjálfum þér, vinnuglaður og hafðu hugrekki til að endast. Allur varanlegur árangur er byggður á jákvæðum gildum.
9. Iðkaðu trú.
Allir trúa á eitthvað. Þeir sem trúa ekki á neitt, trú á það. Það er skemmtilegra og fallegra að trúa á einhvað æðra tilverustig. Þeir sem ná árangri trúa alltaf á eitthvað.
10. Ákveddu að trúa á þig og þína framtíð.
Það er ákvörðun á trúa á sjálfan sig (og það að taka ákvörðun tekur aðeins augnablik). Fólk sem nær árangri trúir því að það getur gert það. Trúðu á sjálfan þig. Hættu að segja að þú getur ekki gert það. Þú getur gert mun meira heldur en þú getur ímyndað þér (svolítil mótsögn en þú nærð þessu).
11. Gerðu a.m.k. tvo hluti á dag til að bæta þig.
Þekking og hæfni eru mjög verðmætir eiginleikar. Ef þú vilt ná meiri árangir lærðu þá meira! Hlustaðu, lestu; vertu frumlegur, gerðu eitthvað nýtt og settu þér markmið um að læra meira og meira ...
12. Aldrei hætta. Aldrei gefast upp!
Vertu ákveðinn, ekki hika. Ef það virkar ekki reynda þá aftur - enn meira. Ef þú hefur ekki náð þínum markmiðum sjáðu þá fyrir þér útkomuna eins og þú vilt hafa hana, byrjaðu aftur, taktu frumkvæði, haltu þér við efnið, og gefstu aldrei upp!
Lifið heil, eða hálf ef það þinn vilji.
Kveðja Sigþór Björgvinsson.
Lífstíll | Breytt 9.12.2010 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)