Ég má tjá mig


Hæfileiki er ekki lykill að árangri, þó hann hjálpi vissulega mikið til. Heppni hefur mikið með það að segja hvort menn nái langt eður ei.

Held að flestir ef ekki allir leikmenn á EM undir 24 (eins og kýs að kalla þetta; þar sem sumir eru fæddir 1988) kunni alveg eitthvað í fótbolta. Heppni og skipulag skiptir því miklu máli.

Í leiknum geng Hvítu-Rússum var nokkuð greinilegt að hæfileikarnir eru til staðar hjá Íslensku strákunum – þar er enginn skortur. Hæfileikalega séð unnu þeir leikinni en það telur ekki. Hinir unnu leikinn útaf tveimur þáttum:

Fyrri þáttur

Skipulaga andastæðingana var að drepa leikinn, neita að berjast á sviði hæfileika heldur skipulags og heppni. Þar unnu þeir og unnu því leikinn. Þegar Íslensku strákarnir voru farnir að drepast úr leiðindum og sýndu takta sem átt margt skylt með afturgöngugöngunni (Zombie walk) sem var á sama tíma í Reykjavík, brölti einn andstæðingurinn í gegnum hálf íslenska liðið eins og leikskóladrengur í allt of stórum skóm. Þar sem zombie-varnaleikur hefur aldrei reynst vel uppskar hann víti og einn af okkar bestu mönnum útaf. Sem var að sjálfsögðu hundfúlt þar sem ég taldi óvitann í vítateig okkar eiga lítinn séns á móti markverði okkar, sem ekki enn var farinn að taka þátt í afturgöngugöngunni.

Seinni þáttur

Stafsheitið línuvörður getur verið mjög misvísandi. Línuvörðurinn virtist afhenda hornspyrnur út frá handahófskenndum hætti, þegar allir með virk augu og virka heilastafsemi tóku eftir að hann útideildi spyrnunum með óeðlilegum hætti. En það er ekki við hann að sakast því eins og áður segir starfsheitið línuvörður mjög misvísandi. Sennilega passaði hann vel uppá hvítu línuna í grasinu eins og starfstitilinn gefur til kynna – við þá frammistöðu getur hann verið sáttur. Ekki tókst honum að koma auga á rangstöðuna í seinna marki Hvítu-Rússa, enda upptekinn við annað.

Framtíðin er núna

Það vantar ekkert uppá hæfileikana hjá þessum piltum. Og nú er tækifærir til að sýna og sanna sig og vinna næstu leiki. Framtíðinni er núna. Messi er einu ári of gamall til að vera með á þessu móti (og reyndar frá rangri heimsálfu) og hann er búinn að vera einn af þeim bestu í mörg ár. Rooney og Ronaldo eru þremur árum og gamlir til að geta tekið þátt. Og þeir eru búnir að sýna það í mörg ár að þeir geta sparkað í þessa tuðru.

Til að framtíðin sé björt þarf núið að vera bjart. Lifum í núinu.
Sigþór Björgvinsson.


mbl.is Aron Einar mátti ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigþór.

Nafnið á línuverði var breytt í aðstoðardómara fyrir nokkrum árum. Einmitt svo það sé í lagi að þeir séu að skipta sér af hinu og þessu.

Kv. V-

Viðar Örn (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Já ok. En þessi hefur kannski eitthvað misskilið þetta eins og ég, og haldið að hann væri að passa upp á línuna ... eða haldið að hann værir bara að aðstoða dómarann; koma með vatn, svara símtölum og svoleiðis.

Sigþór Björgvinsson, 12.6.2011 kl. 20:19

3 identicon

Mig vantar línuvörð.

Kókaínbaróninn (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband