Fórnarkostnaður. Hvað þýðir það?

Algeng villa í íslensku máli er að fólk kann ekki að fara með orðið fórnarkostnað. Þingmenn, fréttamenn og jafnvel hin heilaga íslenska orðabókin fara rangt með – þar segir: „þau verðmæti sem þarf að fórna til að koma e-u í framkvæmd“ (rétt að hluta en ekki alveg).

Ef allir hafa rangt fyrir sér, þá er það samt ekki rétt!

Á ensku er það „opportunity cost“, það mætti bein þýða það tækifæriskostnaður – en það orð er ekki til. Opportunity cost þýðir fórnarkostnaður.

Þetta orð er nánast það fyrsta sem menn læra í viðskiptafræði. Wikipedia útskýrir þetta rétt og vel:

Fórnarkostnaður er hagfræðilegt hugtak sem vísar til andvirði næst besta valmöguleika sem stóð til boða þegar tiltekin ákvörðun er tekin. Við allar ákvarðanatökur þarf að vega og meta hvern valmöguleika og taka ákvörðun. Eftir því sem meira er í húfi, til að mynda ef fyrirtæki þarf að taka ákvörðun um hvaða vörur eigi að framleiða, því flóknari verða slíkir útreikningar. Fórnarkostnaður er þannig lykilhugtak þegar kemur að úrlausn mála vegna skorts og nýtni efna. Annað dæmi sem hægt er að gefa er fórnarkostnaður þess að fara í vikufrí frá vinnu. Fórnarkostnaðurinn í því tilviki er þá vinnutapið (http://is.wikipedia.org/wiki/F%C3%B3rnarkostna%C3%B0ur einnig er þessu gerð góð skil á ensku: http://en.wikipedia.org/wiki/Opportunity_cost ).

Jæja góðir og slæmir hálsar þá hafið þið það. Minn fórnarkostnaður við þessa grein er að ég hefði getað skrifað um eitthvað annað, vafrað um netið, horft á sjónvarpið eða bara hvað sem er annað. Ekki rafmagnið sem fór í að halda tölvunni gangandi eins og flestir þing- og fréttamenni túlka fórnarkostnað.

Við þau tilefni sem fólk notar orðið má yfirleitt segja „fórn“ eða „kostnaður“. Óþarfi er að þykjast klárari en maður er. Notum orð sem við skiljum sjálf. Annað er kjánalegt.

Hinn fórnfúsi,
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikill fórnarkostnaður sem fór í að lesa þessa grein..

Brynja Dís (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Já há ...  það er aldeilis skotið á mann. Flest sem fólk les (eða bara gerir yfir höfuð) hefur mikinn fórnarkostnað. Þetta sá kvilli sem hrjáir vestræn samfélög hvað mest: hvað á ég að verða? Læknir, lögfræðingur, kassadama o.s.frv. Allt sem við sjáum einnig eftir er útaf fórnarkostnaði: hefði frekar átt að gera eitt en ekki eitthvað annað. Við höfum oft of mikið af tækifærum og of mikið af upplýsingum.

Lítið þróuð samfélög þjást ekki af þessum kvilla. Þar er þetta einfalt: á ég að ná í matinn eða á ég gera ekkert og veslast upp og deyja. Þá valið mjög einfalt.

En er aftur á mót ósammála því að fórnarkostnaðurinn við að lesa pulitzer prize grein mína sé mikill. Því sá sem áttar sig á hvað fórnarkostnaður sé, er búinn að öðlast verðmæta þekkingu sem mun nýtast um aldur og ævi.

Sigþór Björgvinsson, 19.5.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband