Gull er bull

Skil ekki þau rök hjá helstu fjármálasnillingum að öruggast sé að fjárfesta í gulli. Gull var notað sem gjaldmiðill og sem trygging fyrir pappírsmiðlinum, en því var endalega hætt 1999. Nú í dag er það notað sem fjárfestingar, skartgripir, lækningar, mat, iðnað og rafeindatæki. Einnig mætti nota gullstangirnar til að lemja fjármálasnillingana í hausinn fyrir að segja að gull sé góð fjárfesting. 

Suðu-Afríka er helsta gullgraftar land heimsins og þaðan hefur komið um helmingur af öllum gullbirgðum heimsins. Samkvæmt Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum er  Suður-Afríka í 77. sæti yfir ríkustu lönd í heimi – rétt undir heimsmeðaltalinu. Ísland er í 16. sæti á þessu lista – og það er fyrir að veiða þorsk. Við urðum s.s. efnuð á þorskinum en gull gerði ekki mikið fyrir Suður-Afríku (þeir voru s.s. arðrændir og öll notkun á gulli er óbein viðurkenning á að það sé í lagi).

Gull er notað að mestu leyti notað fyrir skartgripi og fjárfestingar; eða um 90%.

Gull nýtist vel í ýmsan iðnað, gull leiðir vel (þá er ég að tala um leiðslu á rafmagni en ekki tvo unglinga haldast í hendur), aðeins kopar og silfur leiða betur, en gull tærist síður og er því endingargildið gott. Til dæmis er hægt að útþynni gullið svo vel að það er notað á glerið á flugvélum til að verjast gegn ísingu. En þessir þættir eru ekki þeir sem hald verðinu á gulli uppi.

Þeir þættir sem halda verðinu uppi er að okkur finnst allt fallegt sem glóir og fullyrðingar eins og gull sé örugg fjárfesting.

Ekki er hægt að borða gull – nei, jú annars! Það er hægt að borða gull, fullmargir kjánar hafa reynt það. En gullið er bæði bragð- og næringarlaust, og því að sjálfsögðu tilgangslaust að snæða það nema til að sýnast vera merkilegri maður en maður er – gangi þeim vel með það.

Og nú þegar við höfum áttað okkur á ofmati gullsins; eignast gömul orðatiltæki nýja merkingu:

Vera gull af manni – vera ónytjungur.
Vera trúr sem gull – vera ótrúr.
Er gulls ígildi – er tilgangslaus.
Allt sem hann gerir breytis í gull – hann getur ekkert.
Gullplata – óhlustendavæn bullplata.

Hann Pondus tekur undir minn málstað í Fréttablaðinu í dag:

PondusGull

Hér er ekki allt gull sem glóir, og við skulum heldur ekki láta glóið blinda okkur sýn. 

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með verðmætið sem felst í því að vera sjaldgæfur málmur?

Sara (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Góð spurning Sara. Það að eitthvað sé sjaldæft gerir það ekki endilega verðmætt. Fyrir öðru fólk er horið mitt mjög sjaldgæft en ekkert sérlega verðmætt (að sjálfsögðu er það mjög verðmætt fyrir mér:).

Síðan mál deila um hversu sjaldæft gull sé. Samkvæmt Wikipedia eru um 85% af öllu gulli sem grafið verið upp enn þá aðgengilegir. Til eru um 16.000 rúmmetrar af gulli í heiminu (sem búið er að grafa upp). Á flestum ef ekki öllum Vestrænum heimilum er til eitthvað magn af gulli (t.d. skartgripir eða raftæki).

En síðan er vel hægt að nota gull í margt annað en glingur á einhverja rappara þannig að það verður mjög seint alveg verðlaust.

Sigþór Björgvinsson, 13.4.2011 kl. 14:09

3 identicon

Sæll Sigþór.

ansi fróðleg grein hjá þér og eg tek undir þá spurningu og rök sem þú færir fyrir því er gull VAR notað til að tryggja gengi i.e. seðaútgafu í hverju landi fyrir sig.

og er löngu hætt. svo hvar liggur fjárfestingin þá

eitt hef ég illa skilið þegar rágjafar í fjárfestingum ráðleggja  fólki að kaupa gull í stað þess að leggja peningana inn á venjulega sparisjóði eða banka. vel frekar sparisjóði af því þeri áttu að vera meira local efnahags uppbygging með sparifé almennings i viðkomandi byggðarlagi.

alla vegana alveg þangað til að uppvakningarnir svokallaðir útrásarvíkingar vöknuðu til lífs eftir 1000 ára svefn eða svo.

en alveg er ég sammála með að Gull er Bull.

það elur á græðgi og annari ljótri girnd sem er ekki djúpt á í sumu fólki.

er betra fyrir efnað fólk að binda fé sitt í málmi eins og gulli í geymslu eða leggja það inn í útlana stofnanir til að auka neyslu og skapa þannig til stöðugara neyslusamfélag heldur en gullforða samfélag.

sá spyr sem ekki veit en í þessu tilviki veit ég að samfélags neyslan er keðjuverkandi og ef fólkið með peningana vill ekki veita þeim í almenna neyslu þá situr þetta fólk bara eftir sem innantómt Hyski eins og ebeneser scrooge.

Kveðja frá útlandinu.

Stebbi.

Stefán v Gudmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:32

4 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Sæll Stebbi, skoðanabróðir. Tek heilshugar undir athugasemdir þínar. :)

Sendi kveðjur til Luxemborgar (næst ríkast lands í heimi og það ekki fyrir gröft á gulli).

Sigþór Björgvinsson, 13.4.2011 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband