Ertu með fordóma fyrir fordómum og leggurðu einelti í einelti?

Margir hafa fordóma fyrir fordómum. Fordómar eru ekki alltaf slæmir. Þeir þýða einfaldlega að fólk for-dæmir eitthvað, s.s. dæmir án ítarlegrar athugunar.

Ég hef aldrei kýlt sjálfan mig í framan, og ætla mér sennilega aldrei að gera það (jafnvel þó mér verði boðið í sjónvarpsþáttinn Strákarnir með Audda og Sveppa). Þannig hef ég  fordóma fyrir sjálfs-kýlingum. Er s.s. á móti því án þess að hafa gert það nokkurn tímann.

Margir álíta einelti al-neikvætt fyrirbærir. En ef það væri al-neikvætt þá hlyti að vera í ólægi að leggja einelti í einleti – eins og tíðkast þessa stundina í samfélaginu. En svo er ekki; það er í lagi að leggja einelti í einelti.

Sértu með fordóma, fínt. Leggurðu í einelti, fínt. Gerðu það bara fyrir réttan málstað.

Fordómafullar eineltis kveðjur,

Sigþór Björgvinsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband