Sannleiks píramídinn

Í fræðum neytendahegðunar má finna píramída sem kallast: ‚Communicatons effects pyramid‘. Hef haft mikið dálæti á honum og finnst hann lýsa nokkuð vel hegðun neytenda frá því að hann verður meðvitaður um vöru, líkar vel við, hefur dálæti á, prufar og loks festir kaup.

communicatonseffectspyramid

En ég hef komið með mitt eigið útspila á þessum píramída sem ég kalla: ,Sannleiks píramídann‘. Hann er í eðli sínu eins og neytendahegðunar píramídinn en fjallar þess í stað um sannleiksgildi hugsana og orða okkar.

sannleikspiramidinn

Þegar einhver segir: „ég hef heyrt,“ þá er hann eingöngu að apa beint upp eftir öðrum og hefur lítið kynnt sér málið. Sannleikurinn á bakvið slíkt blaður er oftast lítill, þó að sjálfsögðu ekki hægt að útloka að eitthvert sannleikskorn liggi þar.

Þegar einhver segir: „ég held,“ þá hefur viðkomandi kynnt sér málið lítillega en skoðunin engan vegin fullmótuð. Líklegast má finna mikla galla á málflutninga þar sem viðkomandi talar í þessum tón.

Þegar einhver segir: „mér finnst,“ þá einkennist sú skoðun oft af fordómum og eigin hagmunum. Og lýsir oftast eingöngu skoðun og sannleikurinn jafnvel langt frá.

Þegar einhver segir: „ég trúi,“ þá lýsir það hvernig viðkomandi vill að sannleikurinn sé frekar en hver hann raunverulega sé.

Þegar einhver segir: „ég er sannfærður,“ þá út frá öllum mögulegum upplýsingum sem ég hef aðgang að þá er þetta sannleikurinn, en það er ekki algilt að svo sé og  svo menn þurfa að hafa varann á.

Þegar einhver segir: „þetta er sannleikurinn,“ þá er búið að taka af allan vafa. En það er furðu fátítt að menn tali sannleikann – þó að vísu að þeir haldi það stundum.

Ég er sannfærður um að við tölum/hugsum með þessum hætti. Þó þarf fólk mis mikið af þekkingu/upplýsingum/fróðleik til að fara upp píramídann. Sumir hafa heyrt einhverja frétt og þá eru þeir sannfærðir um að heilagan sannleika sé um að ræða. En aðrir þurfa að kynna sér málið mun betur áður en þeir fara í slíkar ályktanir.

Þegar Dr. Martin Luther King sagði: „I have a dream ...,“ þá í besta falli trúði hann því að allir gætu lifað í sátt og samlyndi, en hann var ekki sannfærðu.

Áhugavert að hlusta á fólk og eigin hugsanir og staðsetja það á sannleiks píramídanum góða.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég veit það ekki, en mig minnir að ég hafi heyrt það einhverstaðar og er því alveg sannfærður um að það sé rétt hjá mér að þú sért örugglega að skjóta þig í fótinn með þessari færslu félagi :)

kv. með fullri sannfæringu Róbert

Róbert Már (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 17:22

2 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Ég held að þú hafir rangt fyrir þér: )

Sigþór Björgvinsson, 7.3.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband