27.1.2011 | 13:24
Hvað þarf til að komast í NBA?
Í körfubolta er betra að vera hávaxinn. En þýðir það: því hærra því betra?
Meðalhæðin í NBA-deildinni er 1,98m. Sárafáir leikmenn eru undir 1,80m og vil ég meina að það sé þolmörkin; ef þú ert undir því þá getur gleymd því að komast í NBA. Undartekninginar eru sárafáar en helst ber að nefna Muggsy Bogues (1,60m). Og að menn nái eitthvað langt í NBA deildinni ef þeir séu í kringum 1,80m er heldur ekki algengt. Þá kannski helst Allan Iverson, sem leit alltaf út eins og strumpur á vellinum en er þó 1,83m.
Aðrir leikmenn sem virka litlir en er drullu góðir eru t.d.: Jason Kidd (1,93m) og Dwyane Wade (1,93m) og það flokkast ekki undir að vera dvergvaxinn í daglegu tali.
Ef taldir eru upp þeir allra bestu (að sjálfsögu umdeilanlegur listi): Michael Jordan (1,98m), Kobe Bryant (1,98), Lebron James (2,03m), Magic Johnson (2,06m) og Larry Bird (2,06m).
Niðurstaða: þegar einstaklingur hefur náð hæðinni 1,98m þá hættir hæðin að skipta máli og hæfileikarnir telja þar að segja í NBA.Sigþór Björgvinsson, strumpur (1,85m).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.