21.1.2011 | 15:49
Tímamót
Hef alltaf haft gaman af tímamótum. Þá hugsar maður um liðna og ókomna tíð. Einhverju var að ljúka og eitthvað annað er að byrja.
Nú hef ég nýlega upplifað tímamót; Jarðkringlan hefur snúist 30 hringi kringum sólina á meðan ég hef lifað á henni. Margir telja það vera tilefni til fögnuður en mér finnst sá dagur, sem ég nákvæmlega verið á Jörðinni í 30 ár, ekkert merkilegri né betri en aðrir dagar sem ég hef fengið að njóta á þessari dásamlegu plánetu.
Á þessum tímamótum fer maður samt að spá í hvað mann hefur verið ágengt. Ég hef gert ýmislegt og get því með réttu titlað mig með ýmsum nöfnum:
Sonur, faðir, kærasti, bróðir, barnabarn, frændi, vinur, félagi, nemandi, ökumaður, farþegi, viðskiptavinur, neytandi, neitandi, starfmaður, launþegi, notandi, kerfisfræðingur, viðskiptafræðingur, rithöfundur, skáld, fjárfestir, íbúi, manneskja, lesandi, hugsuður, leigjandi, bifreiðaeigandi, íbúðaeigandi, skuldari, íþróttamaður, kjötstykki (í augum kvenna þ.a.s.), drykkjumaður og átvagl.
En hvern er maður að blekkja? Meðal manneskja innbyrðir um 60 tonn af fæðu á ævinni, og því má með réttu segja að maður sé fyrst og fremst saurframleiðandi.
En burt sé frá því hvernig maður titlar sig, þá er það einn lærdómur sem mig langar að miðla af mínum 30 árum til þeirra sem yngri eru:
Í læknisfræðinni eru árin frá 20-30 ára þau bestur líkamlega þ.e.a.s. líkaminn er í sinnu besta ásigkomulagi. En nútímasamfélög er treg við að veita fólki á þessu aldri tækifæri á vinnumarkaðinum. Þess vegna eiga allir á þessum aldri að rækta sína hæfileika, stefna að því að verða atvinnumenn í íþróttum, ganga menntaveginn, læra á hljóðfæri eða eitthvað annað áhugavert og skemmtilegt.
Eins og segir í bókinni Outliers, segir að til að verða snillingur í einhverju þarf að verja 10.000 klukkustundum í þá grein. Og það tekur um það bil 10 ár að verja 10.000 klukkustundum í eitthvað.
Ef þú vilt/þarft að vinna, reyndu að hafa það skemmtilegt og lærdómsríkt starf, því launin eru sjaldan eitthvað merkileg, þegar maður er á þessum aldri.
Sigþór Björgvinsson, saurframleiðandi.
Athugasemdir
Sæll Saurþjappa..
Gott og blessað, ég skal sýna þessum tímamótum hjá þér sömu kurteisi og þú gerir sjálfur og vera ekkert að eyða í einhverjar afmælisgjafir þér til handa til að fagna þessu enda engin ástæða til að fagna neins hér samkvæmt þér sjálfum.
Ég minnist þess þegar Charles nokkur Saatchi var spurður að því afhverju hann mætti ekki í eigin opnanir.
Why don't you attend your own openings?
CS: I don't go to other people's openings, so I extend the same courtesy to my own.
Daniel
Daniel (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 16:45
Já sæll félagi saurframleiðandi.
Þessi Charles Saatchi hljómar eins og prýðis náungi, þú þyrftir að kynna mig fyrir honum.
Sigþór Björgvinsson, 22.1.2011 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.