Rugl að hafa þetta ruglað

Samstaða Íslendinga sést loksins þegar þessir vænu piltar fara kasta þessari tuðru á milli sín – stemning myndast í öllu samfélaginu. En nú á að eyðileggja það fyrir nokkra aura til skamms tíma.

Eðlilegast hefði verið að Stöð 2 Sport 2, eða hvað sem þessar stöðvar heita nú orði, hefðu boðið í pakka með það að leiðarljósi að sýna íslensku leikinni í opinni dagskrá. Svo hefðu hinir leikirnir alveg getað verið ruglaðir, og þeir handboltasjúku hefðu keypt sér áskrift og hinir sem hafa lítinn áhuga á handbolta en frekar gaman af stemmningunni sem myndast í kringum öll herlegheitin geta notið sín.

En þessa stemmningu skal skemma. Svo strákarnir okkar munu kannski bara vera Strákarnir 365 eða Strákarnir Stöð 2 Sport 2  í framtíðinni – vona samt ekki.

Það er að sjálfsögðu rugl að hafa handboltann í ruglaðri dagskrá. Mun styðja þá í hjarta en ekki í áhorfi.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.

E.s. ég veit ekki betur en skattgreiðendur og önnur ljúfmenni séu nú þegar að borga fullt fyrir landsliðið –  þá er nú lámarkskrafa að fá að sjá liðið spila í Sjónvarpi allra landsmanna.


mbl.is Hefðu viljað leikina á HM ólæsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Strákarnir hans Jóns Ásgeirs ?  Æi, ég held ég styðji bara Norðmenn í þessari keppni enda er þetta 365 lið sem við sendum, alveg afspyrnu slapt.

Guðmundur Pétursson, 5.1.2011 kl. 15:43

2 identicon

Hvurslags andskotans frekja er þetta? Eflaust eru þeir til sem vildu að leikirnir yrðu ekki sýndir frekar en að hafa þá í læstri dagskrá.

Fyrirtæki sem eyðir stórfé í sýningarréttinn  þarf að sjálfsögðu að hafa uppí kostnaðinn. Annað væri ábyrgðalaust.

Þetta er spurning um að skilja út á hvað fyrirtækjarekstur gengur.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Það er alltaf ákvöðrun 365 að eyða fjármunum í sýningarrétt. Þeirra réttur er að gera hvað sem þeim sýnist og er ég ekki að véfengja þann rétt. Heldu, eins og ég bendi á í færslunni, hefðu þeir átt að bjóða í sýningarréttinn á þeim forsendum að sýna íslensku leikina í opinni dagskrá.

Eins og segjir orðrétt í auglýsingu frá þeim: "Strákarnir okkar er það eina sem íslenska þjóðin er sammála um, við styðjum þá." Er það stuðningur að loka fyrir sýningar á þjóðaríþróttinni? Finnst það ekki.

Fyrirtækja rekstur 365 gengur ekki eingöngu um að selja áskrif heldur einnig auglýsingar og þær er auðveldara að selja ef áhorfið er mikið - það er minn skilningur á fyrirtækjarekstri.

Sigþór Björgvinsson, 5.1.2011 kl. 20:31

4 identicon

Að sjálfsögðu býður áskriftarsjónarp í sýningarréttinn á forsendum áskriftarsjónvarps. Þeir væru að gera lítið úr þeim sem greiða áskriftargjöldin ef þeir sýndu leikina í opinni dagskrá. Ég er hræddur um að margir myndu heimta endurgreiðslu. Hugsa málið til enda vinur.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 21:42

5 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Minn ótti liggur í því hvernig stemmning myndast í samfélaginu. Þegar allir landsmenn gátu sé handboltann gata maður átt samræður við bónda úr afdölum um gang mál, ömmurnar höfðu skoðanir á málum: "hann Ólafur er svo lunkinn við að koma knettinim í markið" eða "hann Alex [Alexander] er svo myndaleg", þannig höfðu allir skoðanir á málum.

Nú geta allir horft á alla íslensku leikina: gegnum eitthverjar netsíður, farið á krána eða kíkt í heimsókn til vini eða ættingja. Og jú, keypt áskrift. Ef nægilegur áhugi er fyrir hendi. En þannig er ekki áhugi allra.

Flestar þjóðir hafa einhverja íþrótt til að standa á bakvið þegar íþróttahetjurnar keppa fyrir land og þjóð; Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar o.fl. hafa fótboltann - við höfum handboltann, og vonandi einnig um ókomna framtíð.

Hvort starfsemin 365 skilar arði fyrir Ingibjörgu Pálmadóttir varðar mig ekki um, en ég vil stemmningu sem fylgir handboltanum áfram. Og það gerist síður ef leikirnir eru ekki aðgengilegir fyrir landsmenn.

Sigþór Björgvinsson, 5.1.2011 kl. 23:10

6 identicon

Ég held að þú ættir að láta reiðina bitna á þeim sem eiga hana skilið, RÚV. Þeir ákváðu að bjóða ekki í keppnina. Þetta er bara frábær þjónusta við áskrifendur Stöðvar 2 og betra að leikirnir séu sýndir þar í áskrift frekar en alls ekki. Þú hlýtur að taka undir það.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 23:49

7 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Er ekki reiður. Frekar 'prinsippmál' að Íslendingar geti horft á íslenskt landslið spila fyrir land og þjóð.

Sigþór Björgvinsson, 6.1.2011 kl. 00:42

8 identicon

Sammála, rugl að rugla þetta. Fúlt að þurfa borga fyrir sjónvarpsáskrift til þess að styðja strákana okkar. Væri forvitnilegt að vita hvernig þessu er háttað hjá öðrum þjóðum, þ.e. hvort borga þurfi til að sjá sitt lið spila?

Brynja (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:53

9 identicon

Ef þetta er rétt hjá Kristinn að RÚV hafi ákveðið að bjóða ekki í keppnina þá má skrifa þetta allt upp á klúður hjá RÚV, sjónvarpi allra landsmanna. Og 365 í raun og veru bara að sýna virkilega góða þjónustu til áskrifenda sinna, grípa þetta í stað þess að sleppa þessu og allir missa af. Ég er allavega kátur 365 áskrifandi.

Daði (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 19:56

10 identicon

Meina semsagt að það sé ekki neinna að segja 365 hvort þetta eigi að vera í opinni eða lokaðri dagskrá. Þar sem þetta er einkarekinn stöð og þeim frjálst að ráða fram úr því sjálfir hvað gefur þeim mestan arð. Þetta er ekki einhver góðagerðarstöð með föðurlandsskyldurækni í stefnu sinni.

Daði aftur (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 19:58

11 identicon

Ég get sko sagt ykkur það að ísland er sennilega eina landið af fáum í heiminum sem venjulega sýnir okkar landsleiki frítt, þessu er sko ekki háttað svona í öðrum löndum nema þá með sama fyrirkomulagi og hjá ríkisjónvarpinu en þá er fólk hvort eð er að borga fyrir þetta, skil ekki þetta væl um frítt áhorf, það er ekkert frítt, ef þú borgar skatta á annað borð þá ertu að borga fyrir þetta á einn eða annað hátt, hitt er svo annað mál með sýningarrétt og hvað hann kostar, þegar stöð 2 sá að rúv ætlaði ekki að vera með mótið stukku þeir til og sáu að sjálfsögðu tækifæri til að græða, enda væri annað barnslega vitlaust að halda að fyrirtæki sem rekið er með tapi ár eftir ár færi að blæða á þjóðina eitt stykki HM,

p.s. ég keypti bara alla keppnina fyrir 30 evrur á livehanballtv og get horft á alla leikina í mótinu í mjög góðum gæðum hvenær sem er svo ég er ekki að kvarta, fólk þarf líka bara að átta sig á því að svona sýningarréttur er ekkert gefins og þess vegna kostar þetta, held samt að ég sé ekki með neinar fréttir þar :)

Róbert (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband