Ísland og Bandaríkin: lönd hinna "frjálsu"

Buffett fjölskyldan fylgdi þeirri stefnu: að afla meira tekna heldur en þeirra útgjöld nema, s.s. vera í eitthverjum plús eftir hvern dag, mánuðu eða ár. Einnig vildu þau aldrei skulda nokkra krónur (eða dollar). Þessa hugmyndafræði hefur alið af sér einn ríkast mann í heimi: Warren Buffett (eða Valli hlaðborð eins og hann er kallaður í góðra vina hópi).

En þetta er ekki bara mikilvægt ef þú vilt verða ríkur, heldur einnig mikilvægt ef þú vilt verða frjáls!Allt fólk sem hefur virkar heilafrumur áttar sig á því að þræll sem nörvaður niður vinnur verr og er líklegri til  að vera með leiðindi, heldur heldur en þræll sem heldur að hann sé frjáls

Fólk sem hefur völd vill ráðskast með lýðinn að eigin vild og nennir ekki neinum leiðindum við þá iðju. Til þess eru eflaust til nokkrar leiðir en ein leið hefur hlotið töluverða vinsælda meðal valdsjúkra og spilltra Vesturlandabúa: það er að skuldsetja almúgann.

Til að skuldsetja verðandi þræla eru til ýmsar leiðir: á Íslandi tekur fólk lán fyrir húsnæði. Lóðir eru seldar dýrum dómum (þó svo skortur á landsvæði sé ekki landlægur vandi hér á landi), tollar, skattar eru settur á byggingarefni, svo eru menn skattlagðir bak og fyrir við alla vinnu sem þeir leggja í bygginguna. Allt þetta skilar sér í háu markaðsvirð fasteignar. Svo er lántakandi verðlaunaður af stjórnvöldum fyrir að falla í þá gryfju að taka lán; borga vexti, verðbólgu og vaxtavextir með fyrirbæri sem kallast vaxtabætur  (sem kalla má sönnunargagn eitt í mínum rökfærslum).

Í Bandaríkjum notast þeir bæði við belti og axlarbönd; allir sem vilja fá mannsæmndi vinnu þurfa að ganga menntaveginn  og við þá göngu safnast skuldirnar og verða miklar birgðir fyrir ungt fólk sem er að hefja starfsferill, byrja ferilinn í miklum mínus.

Einnig má áætla að hinn ástsæli forsetir George Bush hafi eitthvað lært af Íslendingum og hóf hann átak í því að láta íbúa hinu frjálsu Ameríku „eignast“ eigið húsnæði.

Ég bý í 50 fermetra húsnæði, slíkt kofahreysi hef ég aldrei séð bregða fyrir í þáttum eða kvikmyndum  sem Hollywood hefur fært okkur – nema í gömlum myndum. Af hverju Hollywood tekur þátt í plottinu er mér hulin ráðgáta, en eingöngu mega fallegar íbúðir sjást í imbakassanum, þó svo að íbúarnir séu algjörir þöngulhausar í þættinum eða kvikmyndinni (þetta má kalla samsæriskenningu eitt í mínum rökfærslum).

Ekki nóg með það að auðveldara er að stjórnast með skuldsett fólk, heldur einnig eykur það bilið á milli ríkra og fátækra; hinir fátæku borga vexti og hinir ríku fá vexti fyrir sína fjármuni og peningarnir fara að vinna fyrir þá ríku og gegn þeim fátæku.

Mitt áramótaheit er að verða frjáls; skuldlaus, og ég hvet alla (ykkur tvö) sem lesa þetta að gera hið sama.

Guð blessi Ísland.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík
mbl.is Fátæktin er smánarblettur á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýst vel á áramótaheitið þitt! Set mér það sama og vonandi tekst það í ár :)

Brynja (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 18:34

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Frábær færsla. Minni á að það sama á við um þjóðir. Þjóð sem er skuldsett upp fyrir haus er ekki sjálfstæð frekar en einstaklingur sem er í þeirri stöðu.

Hörður Þórðarson, 1.1.2011 kl. 20:49

3 Smámynd: Sigþór Björgvinsson

Góður puntur á annars vondu sannleikskorni.

Sigþór Björgvinsson, 3.1.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband