20.9.2010 | 13:09
Tímaþjófur er fjöldamorðingi
Það sem er svo hræðilegt við morð er að einstaklingur deyr fyrr en eðlilegt er. Til dæmis fórnarlamb sem er myrt 40 ára gamalt er rænt næstu 40 árum á ævinni (ef við gefum okkur að væntur lífaldur sé 80 ár). Ástvinir eru rændir góðum stundum með viðkomandi, samfélagið er rænt vinnuframlagi hans o.s.frv. Sem sagt það slæma við morð, fyrir utan að sjálfsögðu mannvonskuna sjálfa, er sá tími er rændur frá einstaklingnum.
En til að ræna tíma þarf ekki endilega að myrða manneskju. Leiðinlegar kvikmyndir af rænt ómældum tíma af mannkyninu. Það er til leikur á Facebook sem heitir Farmville sem er með 60 milljón notendur, 22 milljónir spila að minnsta kosti einu sinni leikinn á hverjum degi (tölur frá sl. febrúar, líklega bara bætt í síðan þá). Ef þær 22 milljónir verja (eða eyða) hálfri klukkustund á hverjum degi eru það 11 milljón klukkustundir á dag.
Ef við höldum okkur við væntan meðalaldur upp á 80 ár, sem er vel í lagt en við skulum vera bjartsýn, þá spannar mannsævin rúmlega 700.000 klukkustundir.
Ég hef ekki spilað Farmville og get ekki dæmt um hvort um hreina tímaeyðslu sé að ræða eða mikla skemmtun, og aukin samskipti milli vina. En ef um tímaþjóf sé að ræða þá: er eingöngu Framville sem tímaþjófur að ræna (myrða) um það bil 16 einstaklinga heila mannsævinni á degi hverjum.
Lifið heil.
Sigþór Björgvinsson.
Athugasemdir
Mjög þörf ábending. Þú ættir að tengja þetta á facebook :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.9.2010 kl. 13:21
Já, skal gert! :)
Sigþór Björgvinsson, 20.9.2010 kl. 16:43
Jájá...ertu að reyna segja mér eitthvað?
Brynja (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 19:29
Já, ef Farmville veitir þér ekki sanna gleði áttu ekki að spila hann. En ef hann veitir gleði og skemmtun er í lagi að spila hann - því þá er hann sannarlega ekki tímaþjófur.
Sigþór Björgvinsson, 23.9.2010 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.