Kvittun

Er að taka til í tölvunni og fann ljóð sem ég samdi einu sinni. Er furðulostinn hversu skemmtilegt það er. Svona hljómar það:

Ég óskaði ekki eftir tilveru minni en samt varð ég til.

Rann út í hendur ókunnugs manns og svo í áhuglausar hendur móður minnar.

Krumpaður og kraminn færður á minn nýja stað.

Þar fékk ég nægt næði en enga athygli.

Gleymdur, illa hirtur og  aldrei sinntur.

Einn tiltektardag var ég tekinn og  færðu á minn nýja stað - í endurvinnsluna.

Fæddur, endurrunni og endurfæddur. Greiðslukvittun.

Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LIKE!

Flott ljóð, gaman að finna svona óvænt í tölvunni sinni. 

Brynja Dís (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband