Lífið er saltfiskur

Heima hjá ömmu og afa var uppstoppað ýsuflak á veggnum og undir því stóð: „lífið er saltfiskur,“ ég ungur að árum velti því mikið fyrir mér hvað þetta þýddi nú eiginlega. Hvernig getur lífið verið saltfiskur? Þau svör sem ég fékk frá ömmu og afa þóknuðust mér ekki, eitthvað um að saltfiskur hefur komið Íslandi úr sárafátækt.

Enn þann dag í dag er ég ekki sannfærður um að lífið sé saltfiskur en það eru til nokkur þungavigtar hugtök sem geta skilgreint lífið og tilgang þess: hamingjan, að vera meðvitaður um langanir og nýjast hugtakið í mínum huga – samningatækni. Þessi listi er engan veginn tæmandi og munum við mannfólkið stanslaust  reyna að bæta við þennan lista og finna hinn raunverulega tilgang lífsins. En af hverju er samningatækni svona mikilvæg? Því allt í lífinu snýr að samningatækni. Hvernig við útdeilum auðlindum jarðarinnar milli manna og dýra er ekkert nema samningatækni. Vond hlutskipti Afríku mætti kannski rekja við slæmra samninga við Evrópubúa á fyrri öldum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband