24.7.2010 | 14:18
Mont
Afbrýðisemi er algengur fylgifiskur ef einhver segir frá eigin afrekum eða sé ánægður með eigið ágæti; sá hinn sami er yfirleitt talinn montinn. Það að segja sannleikanum um sjálfan getur talist dónalegt ef sannleikurinn er um eigið ágæti.
Afbrýðisemi er orðinn leiðinlegur kvilli sem fylgir íslensku þjóðinni (eða mannkyninu ef því er að skipta). Stundum á það sér eðlilegar skýringar, eins og þegar sumir fæðast með silfurskeið í rassinum og aðrir fæðast naktir, sárþjáðir og sárafátækir; og eru þannig allt sitt líf. Auðnum er nefnilega sjaldnast deilt niður á sem sanngjarnasta máta að fólk fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sanngjörn tækifæri til að nýta hæfni sína er sjaldséð. Ef einhver er ósáttur í vinnunni sinni getur hann hugsað að ábyggilega 100.000 Indverjar gætu unnið vinnuna hans betur og gæfu hiklaust aleiguna fyrir slíkt tækifæri.
Í nútímanum þarf einn bónda þar sem í gamla daga þurfti 1000 til að framleiða sama magn af mat (að sjálfsögu ekki heilög tala en er samt örugglega nokkuð nálægt því). Í því samhegni má spyrja sig hvaða eru hinir 999 að gera í stað þess að framleiða mat eins og áður mannkynið ætti þá að þurfa að vinna 1000 sinnum minna í dag en áður og enginn ætti að verða svangur, en svo er ekki raunin. Það þarf engan heilaskurðlæknir til að sjá að sú (tækni)þróun sem mannkynið hefur gengið í gegnum er ekki að skila sér að fullu til einstaklinga. Eingöngu lítið brot af þeirri þróun er kominn í daglegt líf almúgans.
Var að lesa bókina Bréf til Láru eftir Þorberg Þórðarson frá 1924 og það kom mér verulega á óvart hversu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi, mun minna en ég hefur áður haldið. Hin mannlega vera hefur ekkert þróast á þessum 86 árum aðeins tæknin. Eins og áður þá er alltaf verið að níðast á litla manninum, spilling og klíkuskapur er samur við sig.
Að lokum, ætla ég að verða svo djarfur og monta mig. Birta tvær myndir; af þeim augnablikum á undanförnum dögum sem ég er hvað stoltastur um eigið ágæti.
Þær sýna báðar upphaf og endalok, og von um sanngjörn tækifæri og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur að svo verði.
Mont kveðjur,Sigþór Björgvinsson, Reykjavík
Athugasemdir
Fínasta færsla ungherra og stórglæsilegar myndir! Það er líka greinilegt af skrifum þínum að dæma að þú hefur dregið mikinn lærdóm af bloggi mínu frá því í Barcelona, hér um árið, og að vissu leyti má segja að þú sért að halda áfram frá því sem þar var horfið :)
Bjarki Einar (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 13:23
Já það er óhætt að segja að mikill lærdómur og viska hafi streymt frá þér. Og það ekkert nema ánægjulegt að einhvað af því hafi endað í mínum skrifum ...
Sigþór Björgvinsson, 28.7.2010 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.