Besta smásaga í heimi - kannski

Samkvæmt mínum útreikningum eru líkurnar á því að vinna í íslensku lottói 0,00000151974%. Vinningurinn þarf að vera hærri en 65.800.800 krónur svo fjárhagslega hagkvæmt sé að taka þátt; ef væntur vinningur er svo mikill bókstaflega borgar sig að lottóa (af því gefnu að enginn annar vinnur). En ef væntur vinningur er undir þessari fjárhæð borgar sig ekki að taka þátt – en samt stunda margir lottóið vikulega þó það sé ekki fjárhagslega skynsamlegt, af hverju? Jú, sú tilhugsun að eiga möguleika á nokkrum milljónum er skemmtileg og vel þess virði að borga fyrir þó það sé ekki fjárhagslega hagkvæmt út frá hag- eða stærðfræðilegum útreikningum.

Sumir vilja meina að eitt af bestu verkum Ernest Hemingway sé sex orða smásagan: „For sale: Baby shoes, never worn.“  

Eftir þessar vangaveltur um lottóið fór ég að spá: hvort það sé hægt að lottóa um ýmsa hlut. Ef maður velur orð af handahófi úr orðabók, hverjar eru þá líkurnar á því að útkoman verða eitt meistarastykki? Reglurnar eru þær að velja að handhófi sex orð og raða þeim saman af eigin vild, tíðni, falli og einnig má ráða hvort komma, punktar, spurningamerki og svo framvegis sé notað.

Minn útdráttur er þessi: Burðarliðu samskipti skutbryggju fjölveiðiskipa: glatkistu nýbyggð.

Jæja, gangi mér betur næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skemmtilegt, 6 orða saga

Mín saga: Íhlutunarmikil brúnheið vopnafluga. Rykfallinn gluggakrækju uppskafningur? 

Brynja Dís (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband