Færsluflokkur: Umhverfismál
19.5.2011 | 12:45
Reykingar eru verri
Hvað er að vera slæmur maður? Er það sem þú gerir eða er það afleiðingar gjörða þinna?
Í gamla daga voru tóbaksfyrirtæki í vandræðum með að fá kvenfólk til að reykja það þótti ekki fínt að konur færa að sjúga á þessum andskota. Og þá voru góða ráða dýr. Hringt var í áróðurs meistarann Edward Bernays (frændi Sigmunds Frauds, og það var Edward sem gerði frænda sinn frægan en ekki öfugt, í staðinn fékk hann að nota nokkur trikks frá honum í sálfræðinni).
Honum Edda var margt til listanna lagt og var ekki lengi að finna laust á vanda tóbaksfyrirtækjanna og búa til enn meiri vanda fyrir mannkynið allt en honum var alveg sama um það, því mannkynið hvort eð er svo heimskt (hans eigin orð).
Hann fékk nokkrar huggulegar konur til að kveikja samtímis í rettum í miðri mótmælagöngu: það lýsti sjálfstæði og hugrekki kvenna. Og þar með var þessi tenging komin um að reykingar sé ofboðslega flottar og konur byrjuðu að reykja, og gera enn.
Dansið strengjabrúður, dansið, hugaði hann örugglega með sér og hló vondumannahlátri.
Þegar fólk var farið að sjá í gegnum vinnubrögð Edda, var hann ekki lengi að finna lausn á því: breytti nafninu áróðursmeistari yfir í almannatengill og leikar heldu áfram. Hitler var nefnilega með embætti sem var áróðursmálaráðherra og þá þótt fólki það ekki fínt lengur en við sættum okkur vel við almannatengill. Eina breyting er nafnið og það virkar alltaf á þessar æðri lífverur. Sértu hræddur við hryðjuverkamenn, kalla þá bara frelsishetjur. Sértu hræddur við kóngulær, kallaðu þá þær bara krútttáslur o.s.frv.
Einhverra hluta vegna hafa reykingar alltaf verið hluti af mínu lífi mér til mikils ama. Þurft að anda þessu að mér frá unga aldri og að sjálfsögu ekki sjálfviljugur, svo heimskur er ég ekki. En við breytum ekki fortíðinni, en við getum breytt framtíðinni.
Barnið mitt á ekki að anda þessu að sér. Samt fyrsta skiptið sem það kemur út undir ferskt loft (við inngang fæðingardeilda), stóð þar myrkravera; hryðjuverkamaður og mengaði loftið fyrir nýfæddum einstaklingum slíkt er innrætið. Í hvert skipt sem ég fer í göngutúr með barnavagninn eða set hann út í garð: birtast þessar myrkraverur úr öllum skúmaskotum til þess eins og púa reyk yfir hvítvoðunginn slíkt er innrætið. Af hverju geta þau ekki bara haft reykinn í sínum lungum?
Hvor er verri Hitler eða Edward Bernays? Ég hallast á því að Eddi sé verri, hans voðaverka er enn við líði, hann er enn þá að drepa.
Ég sem mikill áhugamaður um áróður fór á fund við Herra Winston og Herra Salem.
Ég: Jæja herra menn, nú fara áhrif Edda á að reykingar sé svakalega töff fara senn að dvína, eigum við ekki að gera eitthvað í því? Í stað þess að fólk deyr löngum kvalafullum dauða, þá deyr það strax?
Herra Winston: Nei Sigþór minn það gengur ekki, þá geta þau ekki keypt annan pakka.
Ég: En er það ekki mannlegra að leyfa í að deyja strax í stað þessa að kvelja þau til margra ára?
Herra Salem: Ertu búinn að gleyma við hvern þú ert að tala, okkur er nákvæmlega alvega sama um mannkynið og allt sem því kemur. Við viljum bara græða peninga.
Ég: Já þú meinar. En hvað þá með að haf eina rettu í öðrum hverjum pakka sem sprengir hausinn af manneskjunni um leið og hún tekur smók. Þannig verða reykingar ofsalega flottar. Svo hættusport, aðeins þeir svölu þora það taka smók. Og allir vilja vera svalir, þannig að allir fara að reykja.
Herra Salem og herra Winston í kór: Það er snilldar hugmynd! Við græðum enn meiri pening og sínum með enn skýrari hætti að okkur er alveg sama um mannkynið.
Áróðursmeistarinn,
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Khat ekki notað hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)