Færsluflokkur: Kjaramál
17.1.2011 | 11:38
Uppþvottavél: verkfæri djöfulsins?
Ég er sannfærður um að tímasparnaður við uppþvottavélar sé litill sem enginn - en undantekning er þó líklega helst hjá stór fjölskyldum.
Í hvert skipti sem óhreinn diskur birtist, þarf að opna vélin, draga skúffuna út, raða í vélana (og stundum endurraða) og svo loka. Þetta er endurtekið þangað til að hún er orðin full og þá er hún sett í gang. Við þessa vinnu eru menn ávallt að bogra eitthvað - sem er ekki þægilegasta vinnuaðstaðan. Einnig þarf magn leirtaus að vera töluvert meira þar sem alltaf þarf að safna magni til að setja vélina af stað - og þá byrjar hávaðamengunin.
En þegar menn vasaka upp þá standa þeir beinir, útsýni við eldhúsvaskinn er oft gott; þar er svigrúm til að hugsa og hlusta á tónlist - s.s. bara gaman.
En ég ætla ekki að byggja rökstuðning á (ó)skynsemi uppþvottavélar á þessum rökum. Margir eru nefnilega sannfærðir um að mikinn tímasparnað sé um að ræða, en hversu mikill þarf tímasparnaðurinn að vera svo þetta borgi sig fjárhagslega?
Hér er nokkrar tölur:
Miðgildi verða á uppþvottavél: 110.000kr.
Rúmmetersverð íbúðar (mín íbúð): 133.500; rúmmál uppþvottavélar er 0,28m2; og þar af leiðandi rúmmálskostnaður 37.000kr (sumir myndu segja að hér sé um að ræða sokkinn kostnað, en því er ég ekki sammála því hver rúmmetri er mjög verðmætur í hverri í búð sérstaklega ef pláss sé á skornum skammti - því þá þarf jafnvel að huga að kaupa nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði - það mætti jafnvel setja hærri tölu hér).
Vaxtaprósenta á 25 ára láni: 4,2% (peningar hafa lang oftast vexti, hvort sem við séum að fá þá eða borga þá, við gætum nefnilega fengið vexti í staðin fyrir 110.000 eða sleppt því að borga vexti á álíka upphæð - ef við skuldum eitthvað á annað borð).
Ráðstöfunartekjur 50.000kr. á mánuði (þ.e.a.s. tekjur - skattar - borga skuldir - reikningar - fæða - og öll nauðsynleg neysla; þessi upphæð er sú sem við fáum fyrir vinnu okkar, hitt er bara til að halda okkur gangandi. Þessi upphæð er yfirleitt ekkert hærri hjá tekju meira fólki þar sem þeirra skuldbindingar er gjarna háar).
Vinnustundir á mánuði 168 (50.000/168 ca. 300kr. á tímann í ráðstöfunartekjur)
Ef tímasparnaður er 15 mínútur á dag við það að eiga uppþvottavél þá erum við 15 ár og 2 mánuði að vinnu upp kostnaðinn við uppþvottavélina með tímasparnaði.
Ef tímasparnaður er 30 mínútur á dag við það að eiga uppþvottavél þá erum við 7 ár og 6 mánuði að vinnu upp kostnaðinn við uppþvottavélina tímasparnaði.
Ef uppþvottavélin hefur ekki lengri líftíma en þetta borgar sig alls ekki að eiga slíkan grip!
Í þessu útreikningur er ekki tekið tillit til verðbólgu, rafmagnskostnaðar við notkun á uppþvottavélinni né aukins kostnaðar við aukið leirtau, og að sjálfsögðu eru allar tölurnar breytilegar eftir aðstæðum hverju sinni.
Sigþór Björgvinsson, Reykjavík.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)