Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.2.2011 | 10:08
Í myrkri skal ljós slökkva og í birtu kveikja
Hef ţróađ međ mér ţráhyggju sem ég vil gjarnan vera laus viđ: er farinn ađ spá í hvenćr sé kveikt og slökkt á ljósastaurum.
Einhvern tímann í ţátíđinni hafa nokkrir snillingar hjá Orkuveitunni setiđ á fundi og komiđ međ ţá snilldar áćtlun ađ slökkva fyrr á ljósastaurum á morgnanna og kveikja seinna á kvöldin bara svo ökumenn séu nú alveg örugglega í sem mestu myrkri svona rétt á međan fólk er ađ koma sé í og úr vinnu; s.s. á ţví augnabliki sem er hve mest not fyrir aukna birtu.
Međ ţessu má spara tíu milljónir á ári!
Ţađ ţarf ekki nema einn sjóndapran ökumann til ađ keyra á ökutćki hjá einum útrásarníđingi; og ţá er allur sparnađur fyrir samfélagiđ farinn fyrir bí (er ţađ ekki annars Reykvíkingar sem eiga Orkuveituna? Og ríkiđ sem á t.d. Sjóvá; sem ţyrftir e.t.v. ađ greiđa tjóniđ sem sá sjóndapri veldur).
En ég er farinn ađ taka eftir ţví ađ ekki er ađeins slökkt ţegar hve mest not eru fyrir aukna birtu heldur er ósjaldan kveikt ţegar ţörfin fyrir aukna birtu er lítil sem engin. Hér fćri ég sönnun á mínu máli (hef ekkert átt viđ ţessar myndir):
Hinn fagri Framnesvegur (Reykjavík), á ţessum myndum má sjá augljósan mun á birtu. Kveikt er ţegar birta er góđ og slökkt ţegar hún er ekki eins góđ.
Fleiri myndir ţegar kveikt er í birtu:
Suđulandsbraut 3. febrúar 2011 klukkan 13:37
Grensás 3. febrúar 2011 klukkan 13:54
Grensás 7. febrúar 2011 klukkan 10:44
Kringlumýrabraut 26. janúar 2011 klukkan 14:03
Árúnsbrekka 7. febrúar 2011 klukkan 10:47
Breiđholtsbraut 7. febrúar 2011 klukkan 10:51 og 13:52
Og hérna er slökkt: Sćbraut 20. janúar 2011 klukkan 17:07
Ég gćti haldiđ endlaust áfram međ ţessa ţráhyggju en lćt hér viđ stađar númiđ. Á mun fleiri myndir og hef ótalsinnum orđiđ vitni ađ kveikt sé á ljósastaurum ţegar bjart er úti, jafnvel um hádegi um mitt sumar.
Sigţór Björgvinsson, Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)